Geborgter saichel toig nit

c_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_saga_comintern_1919.jpg

 

Maður getur ekki annað en...glott út í annað, þegar maður les hér skemmtileg blogg, sem hitt beint í mark. Sérstaklega hef ég þessa dagana mikla ánægju af að lesa Andrés Magnússon, Guðmund Magnússon og Pál Vilhjálmsson, og síðan einstaka aðra. Einn "einstakur annar" vakti athygli mína í morgun.

Já, í morgun fletti ég Svenna Hjartar, sem virðist vera einn af þessum ágætis mönnum, sem styðja Framsóknarflokkinn og kjósa að starfa á þeim vettvangi. Þó maður fái stundum fyrir nefið þegar sumir framsóknarmenn eru að tala, t.d. á Alþingi, þá getur maður ekki horft framhjá því, að þar á bæ er bæði margt gott að finna og margt ágætisfólk, sem reynist góða gjalda vert af sjálfu sér, en þarf ekki bera það saman við afturhaldskommatittina til að koma vel út. Ég verð að viðurkenna, svo maður snúi sér aftur að Svenna, að grein hans um Samfylkinguna var stórskemmtileg.

En mér sýnist að Framsóknarflokkurinn sé engu að síður á leiðinni í frí frá stjórnarsamstarfi, nema Jón Sigurðsson fari að brosa mánuð fyrir kosningar. Ég skal þó viðurkenna, að mér finnst þessi flokkur eigi að vera með meira fylgi, sér í lagi ef borið er saman við 25% fylgi afturhaldskommatittanna, en ég átta mig ekki alveg á, hvers vegna fjórðungur atkvæðisbærra Íslendinga hefur engan áhuga á pólítík...ja, eða öllu heldur ekkert vit á pólítík! Hins vegar skilur maður betur fylgisaukningu Vinstri grænna. Þótt ég sé nánast á móti öllu sem Vinstri grænir segja, nema um Evrópusambandið kannski, þá hafa þeir amk skýra stefnu og halda sig við hana. Breyta henni ekki eftir því hvernig vindurinn blæs í skoðanakönnunum, eins og afturhaldakommatittirnir.

Þegar ég var í námi í Englandi fyrir um 15 árum síðan, keypti ég mjög merkilega bók á fornsölu, fyrir mjög lítið ef ég man rétt. Hún heitir "Book of Yiddish Proverbs and Slang" og er tekin saman af einhverjum Fred Kogos. Þar man ég sérlega eftir einum málshætti sem var á þá leið, "að þegar vindurinn blæs, tekst ruslið á loft."

En ég óttast að næsta ríkisstjórn verði viðreisn, en vonandi verða kratarnir þægir og góðir, annars fer þetta illa. Kemur ekki til greina, að láta þá ráða ferðinni, eins og þeir hafa nú verið að þenja sig með í fjölmiðlum. En af því tilefni vil ég lauma hér fram einu jiddísku spakmæli:

Geborgter saichel toig nit


Menningarmafían enn á ferð

Jæja, bókmenntaverðlaunin að renna í hlað; tilnefningarnar komnar. Margt er þar skrítið að finna, t.d. hefði Sigurður Pálsson mátt vera inni í fagurbókmenntum, og í flokki annarra rita finnst mér skrítið að sjá Andra Snæ þarna. Ég fer ekki ofanaf því, að "Ólafía Jóhannsdóttir" hefði átt að fá tilnefningu, helst í stað Andra. Þetta er bók ársins, ævisaga merkustu konu Íslandssögunnar.

Mig grunar, að persónulegar skoðanir á fólki hafi ráðið miklu um þessar tilnefningar. Það hlýtur að vera krafa almennings, að þeir, sem veljast í þessar nefndir, séu hlutlausir og komi að þessari vinnu með opinn huga, en velji ekki vini og kunningja í þetta, eða bandamenn úr menningarmafíu afturhaldskommatittanna; bæði þegar valið er í nefndir, og hvaða bækur fá tilnefningu.

Fyrir mér eru þessi bókmenntaverðlaun orðin markleysa.


Aldraðir og öryrkjar

Jæja, þá líður að jólum einu sinni enn. Það er einkum nú, að erfiðast er fyrir þá, sem minna mega sín í samfélaginu, að taka þátt í því. Það á sérstaklega við öryrkja með börn á framfæri.

Mig grunar, að desember mánuður sé ekki tími hátíðar og gleði hjá ofangreindum. Þrátt fyrir að ég sé fylgjandi samdrætti í ríkisrekstri og útgjöldum, tel ég öryrkja og aldraða búa við skertan hlut af ríkiskökunni. Þegar embættismenn fá kannski sömu upphæð í risnu fyrir nokkurra daga ferðalag erlendis, t.d. á vegum ríkisins, og öryrkjar fá á heilum mánuði, þá er eitthvað að í samfélaginu.

Nýkratar sögðu nýlega hér á blogginu, og vitnuðu í ISG, að hleranamálið væri svartur blettur á sögu Íslands. Greinilegt er, að sá flokkur er orðinn málsvari einhverra annarra en fátæka fólksins, skoðanalausa fólksins, tel ég nærri lagi. Ég held, að þessi ræða ISG sé svartur blettur á sögu Íslands. Hvernig dirfist formaður næst stærsta flokks landsins (a.m.k. fram að næstu kosningum, þegar VG fer vísast yfir afturhaldskommana) að láta svona út úr sér? Þetta er önnur ræðan á stuttum tíma, þar sem formaðurinn sýnir, að eitthvað er notað í flokknum og henni sjálfri.

Margir raunverulegir svartir blettir eru á sögu Íslands: Píningsdómur 1490 og eftirfylgjandi áhugasemi þingmanna um að leggja landið í rústir, vistarbandið, og alls konar atriði, sem snertu hag fólksins verulega. Síðan má nefna stefnu stjórnvalda í garð erlendra flóttamanna, en hún hefur lengst af verið til háborinnar skammar og stjórnvöld logið hreint út í skýrslum til erlendra stofnana, og nú síðast stefnu stjórnvalda í garð öryrkja og að nokkru leyti aldraðra.

Aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum öryrkja er einn af svörtum blettum í sögu landsins, og svartur blettur á annars ágætri ríkisstjórn, sem nú hefur setið í meira en áratug (þ.e. sömu flokkar). Láglaunafólk getur unnið aukavinnu og lyft sér upp í launum, það geta ekki allir öryrkjar. Og jafnvel þeir sem geta unnið eitthvað með, missa þá bætur í staðinn. Að vísu er þetta hugsanlega að lagast, ef úr verður að setja 300.000 frítekjumark, áður en bætur skerðast. En þessi viðmiðunarmörk þyrftu að vera 500.000 að minnsta kosti. Og loksins er persónuafslátturinn að hækka úr 79.000 í 90.000 c.a., ef ég man rétt. Það er allt í áttina, en persónuafsláttur þyrfti að vera amk 120.000.

Ég varð vitni að því nýlega, í stórmarkaði, að barn var að biðja móður sína um eitthvað, en hún neitaði og sagði: "Þú veist við höfum ekki efni á þessu." Barnið þagði, leit niður og gekk áfram með móður sinni. Það var greinilega orðið vant því, að þurfa að neita sér, eða láta neita sér, um það, sem flest önnur börn fá, og það oft.

Stétt með stétt drengir; stjórnvöld bera ekki síður ábyrgð á þeim þegnum, sem búa við skertan hlut. Við ættum að hafa efni á því, sem þjóð, að hlúa betur að þeim, sem minna mega sín.


mbl.is Öryrkjar verr staddir en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrir frjálslyndir punktar láku víst út....

 

hér vantar...

8. Konur og útlendingar fá ekki aðgang að forustu flokksins. Leitast við að fá David Duke til að renna við á Íslandi á heimleið frá Íran, helst samferða MÞH.

...

11. Samþykkt að Magnús Hafsteinsson fái greidda risnu meðan á dvöl hans stendur í Íran. Jafnframt skal leita eftir fjárstuðningi frá Íransforseta. Andmæli fráfarandi framkvæmdastjóra ekki tekin til greina og heldur ekki krafa Magnúsar, að afnema kvóta á það sem Sigurjón goði má bulla á Alþingi.

12. Jón Magnússon skal hætta að "fara í ljós." Hann er farinn að líta út eins og útlendingur.

13. Fleiri nýaflsvirkjunum verður ekki hleypt inn um frjálslynda hliðið, a.m.k. ekki meðan Sankti Margrét er ennþá innanhúss.

 

 


mbl.is Sáttanefnd skilar skýrslu um deilur innan Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og flís við ....

Einhver sagði mér nýlega, að Bifröst væri Háskóli Samfylkingarinnar...svona í samanburði við, að Háskólinn í Reykjavík væri Háskóli Sjálfstæðisflokksins. Á Bifröst væru flestir, sem skiptu máli, annað hvort kratar eða nýkratar. Því er auðvitað við hæfi að velja krataþingmann, fyrrverandi, sem rektor.

 En hvar eru þeir kratar nú, þeir sem voru að kalla ráðningu rektors Háskólans í Reykjavík "pólítíska ráðningu" og "dæmi um spillingu Sjálfstæðisflokksins"?

Ég hef ekkert á móti Ágústi Einarssyni, ekki misskilja mig. Ég held að hann sé ágætis maður, og óska honum velfarnaðar í erfiðu starfi. En ég legg til, að hann nýti þetta tækifæri til gagns fyrir land og þjóð, og ráði til sín hæfustu kennara, sem standa til boða, en ekki bara útdankaða krata, sem fá ekki vinnu annars staðar eða eru fyrir öðrum krötum á uppleið.


mbl.is Ágúst Einarsson ráðinn rektor Háskólans á Bifröst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta konan fer í ígræðslu!

Jæja, þá komum við að spurningunni: hver var fyrsta konan? Þar sem nú líður að jólum komust við ekki undan því að segja: "Eva". En er ekki orðið of seint núna, að græða á hana hendur?LoL

En ef við þýðum þetta á ensku: "First lady", gætum við fengið aðra niðurstöðu. Cool  

 


mbl.is Fyrsta konan fær græddar á sig báðar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín sigar hundunum á Kasparov?

Tulugaq Jökulsson skrifaði um daginn merkilega pistla um Rússland, meðal annars þennan. Fleiri hafa skrifað um Rússland að undanförnu, ekki síst vegna meints morðs óvandaðra manna, líkast til núverandi eða fyrrverandi leyniþjónustumanna, á fyrrverandi félaga sínum, sem nú hefur komið sér fyrir í Bretlandi og byrjað að gagnrýna Pútín-stjórnina. Og ef ég man rétt, var Pútin einmitt foringi í KGB í gamla daga.

Á undanförnum árum hefur stjórnin í Kreml verið sökuð um að fara offari gegn meintum eða raunverulegum andstæðingum sínum. Meðal annars hafa stjórnvöld áreitt Garry Kasparov, fyrrum skákmeistara, og hreyfingu hans, en hann hefur gagnrýnt Pútín harðlega, einkum fyrir einræði og ýmsar aðrar sakir. Undanfarið hefur hann m.a. átt í vandræðum með að komast inn og út úr Rússlandi.

kasparov

Þótt hugsanlega standi Pútin ekki að baki öllu því, sem hann er sakaður um, bendir allt til, að ekki sé allt með felldu í Kreml. Þar virðist einræðishyggjan enn á ný hafa komið sér fyrir. Þótt vissulega þurfi að hafa í huga, að Rússar þekkja ekkert annað en einræðisstjórnir og þessi er vissulega mun skárri en margar, sem á undan fóru, verða stjórnvöld þar amk að hlýta leikreglum, úr því eru að þykjast vera lýðræðisleg. En hitt er rétt, að mínu mati, að ákefð Vesturlanda, einkum USA, við að troða lýðræði, meintu eða raunverulegu, upp á þjóðir, sem slíkt þekkja ekki og virðast ekki getað tileinkað sér, er mistök. Lýðræði er gott í sjálfu sér, séu forsendur til staðar við að framfylgja því. Svo er t.d. ekki raunin í Arabaheiminum og víða í Afríku og Ameríku.

En úr því Rússar vilja svo vera láta, að lýðræði sé í landinu, verða stjórnvöld þar að taka þátt í leiknum. En það virðast þau eiga í erfiðleikum með. En ég ætla að leggja fram minn litla mótmælaskerf og er nú hættur við að heimsækja þetta fallega land, eins og ég ætlaði mér að gera í febrúar, og tek því ekki þátt í Aeroflot open skákmótinu þetta skiptið. Punktur.


mbl.is Rússneskir leyniþjónustumenn ráðast inn á skrifstofu Kasparovs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Óþverrinn smitar"

Hér á Íslandi hafa palestínuvinir gagnrýnt það harðlega, hvað eftir annað, þegar ísraelskir hermenn skjóta á börn, sem kasta steinum í hermenn. Engu skiptir, þótt oft hafi það sannast, að foreldrar þeirra sendi þau fram á vígvöllinn með þessum hætti, og skeyta engu öryggi barnanna; hatur sumra á Ísrael -- og sumra greinilega á Gyðingum sem slíkum -- er orðið svo rótfast, að engu skiptir þótt siðferði þeirra, sem Ísraelar eiga í höggi við og hafa þurft að sitja undir árásum frá allt frá upphafi, sé gjörsamlega óviðunandi, þar sem mannslíf skipta engu máli. Jafnvel börnum skuli fórna til að koma höggi á óvininn.

Nú gerist það, að Hamas (eða skyldir aðilar) myrða þrjú börn með köldu blóði. Palestínuvinir þegja. Þau voru engin ógn, voru ekki að kasta steinum eða valda usla með öðrum hætti, og að baki þeirra földust engir byssumenn, sem koma vildu skoti á hermenn úr launsátri, eins og raunin var t.d. hér á árum áður. Og þetta voru ekki "slysaskot í Palestínu", heldur barnamorð af yfirlögðu ráði. Svonefndir Palestínuvinir þegja þunnu hljóði, enda gagnast hatursboðskapur og hatursmálstaður þeirra lítið, þegar ekki er vitað hverja á að hata þetta skiptið.

Og síðan mótmæla borgarar þessum barnamorðum þess liðs, sem m.a. stýrir ríkisstjórn landsins, og hvað gerist? Friðsöm mótmæli áttu sér stað, en Hamas liða skjóta á mótmælendur, m.a.vegna þess að börn voru að kasta steinum!!!!

imagesCACOUBCQ 

 

Hvers vegna er það allt í lagi, að liðsmenn stjórnvalda á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna skjóti á nokkur börn, sem kasta nokkrum steinum, en það er stríðsglæpur þegar ísraelskir hermenn skjóta á börn, sem ráðast á þá í hópum, hrópandi: "Drepum Júðana!".

Ísraelar eru ekki fullkomnir. Þeir gera ýmislegt rangt. En það er gjörsamlega óþolandi, að þetta lið, mestmegnis afturhaldskommatittir og umhverfiskommatittir, skuli aðeins fordæma þann aðilann, og þá þann, sem hefur haft hendur sínar að verja og vill koma á friði, býr við lýðræði og þráir frið, en sleikir afturendann á blóðþyrstum skæruliðasveitum og spilltum einræðisstjórnvöldum, sem þrá aðeins það, að stofna til stórfellds blóðbaðs og þurrka heilt ríki út af landakortinu. Ísraelar gera oft margt af sér...en þeir eru að mínum dómi miklu skárri en óaldarliðið, sem er við völd eða vill komast til valda í Gasa og á Vesturbakkanum.


mbl.is Liðsmenn Hamas skutu á mótmælendur á Gasasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnarorðið er frelsi

Merkilegt er "viðtalið," sem RUV sýndi frá "samtali" Miltons Friedmanns heitins og þriggja íslenskra fræðimanna 1984. Ekki fæst betur séð, en að Friedmann hafi meira eða minna hraunað yfir þremenningana, og tek ég undir þá skoðun, sem ég las hér á blogginu í morgun (en hef týnt slóðinni). En hvernig tókst Ólafi Ragnari að dvelja svona lengi í Manchester og tala svona skelfilega ensku.

En í öllu falli hefur sú kenning MF staðist tímans tönn, að "lausnarorðið er frelsi."


Blindir með skotleyfi!

Ekki er nú öll vitleysan eins. Þetta er svona svipað eins og að fara með Samfylkingunni í ríkisstjórn LoL
mbl.is Blindir fái skotleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband