Ofbeldið heldur áfram

Ég man ekki hvor byrjaði þessa hrinu átaka, Hamas eða Fatah. Helst er ég þó á því, að barnamorð Hamas eða skyldra aðila hafi verið upphafið að þessari bylgju, þó þau hafi vitaskuld átt aðdraganda.

Næsta skref verður vafalaust, eins og segir í frétt Reuters, að Abbas rekur ríkisstjórn Hamas, leysir upp þingið og boðar til kosninga, líkast til í lok janúar. En þangað til verður vísast barist af og til á götum Gasa og annarra borga þarna suðurfrá...og kannski skellur á alvöru borgarastríð?

arlazor1

Ég var gæla við það í síðustu viku, að skreppa þarna suðureftir og dvelja yfir jólin í Jerúsalem, eins og ég hef reyndar gert áður, heimsækja gamla skólann minn, Hebrew University á Mount Scopus, rölta um Ha-ir ha-attica (gömlu borgina), prútta við sölumenn þar og fá mér besta mat í heimi, skyndibitann schawarma, á uppáhaldsstaðnum mínum á Ben Yehuda (kaffihúsið við hliðina var reyndar sprengt upp fyrir nokkrum misserum og staðurinn skemmdist aðeins, en hefur verið lagfærður), skreppa niður til Betlehem og heimsækja gamla vini og kunningja.  (Myndin að ofan er frá Rechov Arlazorov, Arlazorov-stræti, þar sem ég bjó í húsi nr. 21, í íbúð, sem Golda Meir hafði áður búið í).

Vill einhver koma með?


mbl.is Skotið á bústað Abbas Palestínuforseta á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband