M*A*S*H*

MASH 10Eins og sumir hafa tekið eftir; hef ég haft nokkurn tíma aflögu upp á síðkastið til að blogga. Frítími minn er yfirleitt í desember, þegar "vertíðinni" er lokið. Ég er ekki mikið fyrir frí, en núna ákvað ég að slaka á og taka því rólega. Meðal þess, sem ég hef verið að dúlla mér við, var að horfa á nokkrar seríur af Spítalalífi (M*A*S*H), þó ég horfi annars mjög lítið á sjónvarp. Þetta er uppáhalds sjónvarpsserían mín síðan í "den", ásamt Allo, Allo og Yes Minister/Yes Prime Minister. Þegar ég átti leið um London nýlega bætti ég við Keeping up Appearances; keypti seríuna alla og það sem á vantaði með Allo Allo. Hyacinth Bucket er auðvitað ein magnaðasta sögupersóna sjónvarpssögunnar, en þó ekkert á við snillinginn Hawkye (Alan Alda) og aðrar aðalpersónur Spítalalífs. Akkúrat núna var að renna í gegn 14 þáttur 10 seríu M*A*S*H, og þar kemur fram gamall kunningi frá yngri árum, gaurinn sem lék Tackleberry í Police Academy. Eitt af því, sem er gaman við Spítalalíf er, að sjá þar marga fræga leikara frá því í dag, koma fram í litlum hlutverkum, t.d. Patrik Svæse og margir aðrir. Upplýsingar um þessa þáttaröð má finna á www.imdb.com og á heimasíðu MASH 4077, þaðan sem vísað er á aðrar slóðir á netinu. Jafnframt er rætt um ýmsa þá, sem léku gestahlutverk í þáttunum. Þar má nefna eftirfarandi:

buzzclayhermanswayzewendtdannerfishlongr_aldacowboy

og margir fleiri. Leslie Nielsen, Andy Dice Clay, Hermann, Patti, "Norm" úr Staupasteini, Danner, Laurence Fishburn. Shell Long, Robert Alda (pabbi Alans) og hvað hann heitir nú aftur kúrekinn. Ef einhver hefur nennt að lesa svona langt, langar mig til að spyrja; hvað heitir dóttir Frk. Danner?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband