Milton Berle 2 -- Líkamsrækt , heilsa og hreyfing

berle1

 Jæja, aðeins meira úr smiðju Miltons Berle. Að þessu sinni tel ég fram nokkra af bröndurum hans um líkams- eða heilsurækt, heilsu og hreyfingu.

 1. Ef hreyfing lætur mann léttast, hvers vegna hefur þá konan mín tvær undirhökur, undir munninum?

2. Hvers vegna verður sá, sem skokkar 10 km. á dag, brjálaður þegar hann finnur ekki sjónvarpsfjarstýringuna?

3. Eina hreyfingin, sem ég fæ, er þegar ég beygi mig fyrir vilja konunnar minnar.

4. Læknirinn segir mér, að sund sé góð heilsurækt og hjálpi mér að léttast. Hann hefur greinilega aldrei farið í hvalaskoðun?

5. Konan mín hefur byrjað á nýrri heilsurækt. Hún er farin að versla hraðar en áður.

6. Síðan "skokk" varð vinsælt, hefur sífellt fleira fólk hrunið til jarðar í fullkomnu ástandi.

7. Jón Jónsson skokkar tíu km. á dag, en hann tekur lyftuna upp á aðra hæð.

8. "Skokk er yndislegt", sagði Jón forstjóri við bróður sinn. "Í gær náði ég einkaritaranum mínum."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband