Íslendingar eru skrítnir: NY Times

lyallSarah Lyall, blaðamaður New York Times, skrifar nú um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi. Þegar maður heyrir það, fær maður ósjálfrátt upp kaldastríðsfílinginn. Þetta er konan, sem tók viðtalið fræga við kommúnistasagnfræðinginn Eric Hobsbawm, þar sem hann sagði, að múgmorð rússneskra kommúnista á milljónum, eða tugmilljónum, þegna sinna breyti engu. Kommúnisminn væri fögur heimssýn, og lífssýn. Um þessi skrif hennar hefur m.a. verið rætt á TimesWatch. Hún skrifaði líka um Beckham og margt fleira sem m.a. tengist Englandi, enda skilst mér að hún sé staðsett þar.

Hún hefur áður skrifað um Íslendinga, t.d. 2004. Og er ekki hægt að segja, að hún hafi verið mikið inní málum hér. Hinn kaldi og dimmi vetur stendur fram í maí, en Íslendingar lifa af á Lýsi, ferðum í heitu pottanna og með lestri. Þeir sofi líka, vinni og horfi á sjónvarpið á milli. Þetta er víst Ísland.

Og nú er það stóriðjan. Þótt hún gæti sín á, að tala bæði við meðmælendur og mótmælendur virkjana og stóriðju, virðist hún falla í sömu gryfju og áður, að þekkja það lítið til aðstæðna, að hún geti með engu mótið metið hlutina réttilega. Og þá er ég ekki tala með eða á móti öðrum málstaðnum. Blaðamenn verða að vera vel að sér, í almennum skilningi, til að geta skrifað góða fréttaskýringu. Þetta er atriði, sem því miður margir blaðamenn, bæði hér og erlendis, flaska á. Einstaka menn, eins og t.d. Davíð Logi bloggari, vinna slík mál fræðilega, enda fræðimaður að mennt. Það er mín skoðun, að blaðamenn verði að hafa grunngóða menntun til að fjalla um sum mál. Stundum er því ekki svoleiðis farið.

En varðandi greinina í NY Times, þá er ég ekki alveg sannfærður um gildi hennar. Lyall reynir þó að gera vel, en betra hefði verið, að slík grein hefði verið skrifuð af einhverjum, sem hér er búsettur, til að geta betur skilið þær tilfinningar, sem margir Íslendingar bera í garð virkjana og stóriðju. En kannski má segja, að "glöggt sé gests augað". En stundum er það blint. Að þessu sinni er verið að skrifa grein um hitamál á Íslandi útfrá sjónarhóli utanaðkomandi, ætlað fólki, sem skilur varla um hvað er verið að ræða, í raun og veru, jafnvel eftir lestur greinarinnar. En þessi grein segir í raun það sama og greinin 2004: Íslendingar eru skrítnir.


mbl.is New York Times fjallar um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég held að einhverjir hér séu frekar blindir og heimakærir (heimskir). Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 4.2.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband