Platvopnahlé: bardagar hafnir að nýju

aksaÍ síðustu "vopnahléum" Fatah og Hamas, hafa báðir aðilar notað tímann til að styrkja stöðu sína, koma sér fyrir á "hernaðarlega mikilvægum stöðum", kenna hinum um fyrri átök og birgja sig upp, bæði af vopnum og nauðsynjavarningi.

En ég hef þann skilning á orðinu "vopnahlé", að það sé tímabundin stöðvun á hernaðaraðgerðum, og þá aðeins, þegar stríð geisar. Vopnahlé getur aðeins átt sér stað í stríði. Enda geisar borgarastríð á Gasa. En vopnahlé þýðir yfirleitt, að hlé er gert á bardögum, annars vegar til að fá rúm til að setjast að samningaborði í leit að friði, og hins vegar til að styrkja stöðu sína í ró og næði, svo betur takist til, þegar bardagar hefjast að nýju.

Ég held, þrátt fyrir hugmyndir um varanlegan frið milli Hamas og Fatah (m.a. frá Egyptum og Saudum), að þetta sé aðeins stundarhlé á bardögum. Ástæður þess eru m.a. , að jafnvel þótt Abbas og Hamas-stjórnin hefðu í raun áhuga á friði og óbreyttum valdahlutföllum, þá eru margir hópar, bæði innan Hamas og Fatah, sem í raun lúta ekki stjórn forystunnar. Því þarf ekki nema t.d. einn hópur, sem formlega séð er innan Fatah (t.d. Al-Aksa) eða Hamas, til að sprengja allt í loft upp, t.d. með því að ræna áhrifamanni úr hinni fylkingunni, eða skjóta á bílalest slíks, eða bara ræna bílalest.

Málið er nefnilega, að í morgun stóðu yfir bardagar á Gasa milli Hamas og Fatah. A.m.k. einn lést. Og náfrænda Dahlans, eins helsta foringja Fatah, var rænt. Þetta er ekki merki um vopnahlé! Svo mikið er víst. Enda er þetta bara plat-vopnahlé.

 


mbl.is Spennuþrungin ró ríkir í Gaza eftir að vopnahlé var endurnýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband