Má ekki mismuna vel reknum fyrirtækjum?

Sko, málið er eins og með þjóðnýtingu. Borgaralegar stjórnir vilja þá aðeins þjóðnýta (þ.e. ríkisnýta) þegar engin önnur úrræði blasa sig, svosem vegna skulda eða annarra hrakfalla í rekstri.

Sósíalistar vilja helst þjóð/ríkisnýta þau fyrirtæki sem skila arði og eru vel rekin. Það sýnir sagan. Þar  kemur munurinn ma. fram.

Spurning hvort sósíalistastjórnin íslenska geti ekki tekið hagsmuni fólksins fram yfir hugmyndafræðilegar kenndir, amk núna meðan kreppan gengur yfir?

Ergo: ekki eyðileggja þau fyrirtæki sem vel eru rekin. Þau eiga ekki að líða fyrir að Baugur styrkti Samfylkinguna rausnarlega á síðustu árum.


mbl.is Má ekki refsa vel reknum fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Má ekki refsa??? Semsagt ef maður svindlar nógu mikið til að fyrirtækin standi vel, þá megi ekki refsa þeim þegar upp kemst??  Frábært. Þetta opnar ýmsa möguleika.

Hér eru einhver pólitisk hrossakaup í gangi ef sjáfstæðismenn eru farnir að bera í bætifláka fyri Jón Násker.  Hvað skyldu býttin vera?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Snorri Bergz

Er að tala um Jón, að ekki skuli refsa Krónunni & co fyrir það að þurfa ekki á afskriftum að halda, með því að afskrifa skuldir Bónus & co, og skekkja þannig samkeppnisstöðuna.

Ég er að tala um að ríkið eigi að taka yfir Haga...en ekki afskrifa milljarða og láta Náskerið & Clan halda yfirráðum í fyrirtækinu.

Snorri Bergz, 3.11.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband