Er London orðin ódýr, eða viðráðanleg, borg?

Ja, svo virðist vera, vegna falls sterlingspundsins. En þetta á vitaskuld ekki við fyrir okkur Íslendinga, enda hrundi gengið meira hér. London er því enn dýr borg fyrir landann, en þó ábyggilega "hlutfallslega" ódýrari en t.d. Köben og aðrir vinsælir staðir.

Ég á reyndar vildarflugmiða sem ég mun vísast nýta til London, á leið minni annað. En þar kemur merkilegur kostnaður inn, en flugvallarskattar á Heathrow (og bensíngjald) eru rúmlega 20.000 krónur. Þetta er auðvitað fáránlegt.

En jú, vísast eru t.d. hótel hlutfallslega ódýrari í London nú, en t.d. í Köben, en dýr samt. Ef ég man rétt, var London áður næst dýrasta stórborg heims, á eftir Tókýó. Þó verðlagið hafi e.t.v. skánað aðeins, er samt dýrt að dvelja í London, jafnvel ef  menn spara. Jafnvel þó maður taki bara lestina frá Heathrow og niður á Paddington, og neðanjarðarlestina þaðan á áfangastað, er þetta ekki lengii að koma. Og öll þjónusta er dýr, að manni finnst, en verður þó að láta sig hafa það.

En hitt er svo annað, að miðað við Norðurlöndin t.d. er þetta viðráðanlegt. Ég heyrði af konu sem settist inn á "týpískan" veitingastað í Köben nýlega og pantaði sér kjötbollurétt og einn bjór. Herlegheitin kostuðu um 8000 krónur! Ég meina, kommon!

En við þurfum víst að taka þessu. Jafnvel í ódýrum löndum, eins og t.d. Serbíu, er allt orðið miklu dýrara, en í árslok 2007 var dínarinn jafn ísl. krónunni, nú er gengið 2,5. Þar er þó enn vitaskuld mun hagstæðara að dvelja og versla en víðast annars staðar, en þetta ástand er orðið fáránlegt engu að síður.

En gott að stjórnin ætli nú að taka hart á þessum gjaldeyrisbröskurum og aflandskrónusvikafyrirtækjum sem rætt var um í fréttum í gær. En hvernig var það, átti ekki krónan að styrkjast með nýrri ríkisstjórn, brottrekstri Davíðs Oddssonar og aðildarumsókn að ESB?


mbl.is Ísland og London hagkvæmustu áfangastaðirnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband