Að hætti Stuðmanna

Já, Stuðmenn voru á gæsavæðum forðum, en umræddur Japani þurfti ekki að notast við vopn, heldur greip hann gæsina á flugi og hefur vísast breytt henni í sushi með sömu töfaaðferðum og við veiðina.

En hvers vegna var ekki bara hægt að segja hér, að Kobayashi hafi gripið tækifærið? Kannski eru Moggamenn að þykjast vera með meiri orðaforða en fyrri skrif hafa sýnt? Eða vilja þeir gefa ónefndum fyrrv. ráðherra "gæs í hendur" fyrir mola um málfar? Eða vildu þeir gefa mér smá tækifæri til að birta þetta?


mbl.is Kobayashi greip gæsina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Útaf öllu er hægt að rellast! Maður breytir stundum til svona til að vera ekki alltaf með sömu frasana. Þá verða fréttirnar soldið staglkenndar. Er ekki sjálfsagt að grípa til myndrænna líkinga, eins og okkar ylhýra og ástkæra býður upp á?

Svo er gott að fyrirsagnirnar séu stundum grípandi. Svo þær fangi athygli lesandans. Eins og í þessu tilviki þínu. 

Þakkar þér samt innleggið, alltaf gott að fá athugasemdir. Þær hvetja mann til umhugsunar. Eru því góðra gjalda verðar.

Ágúst Ásgeirsson, 2.11.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Snorri Bergz

Jújú, Ágúst, um að gera að breyta til og lífga upp á skrifin. Endilega gera meira af slíku. En "grípa gæsina" virkar ekki vel á mann þegar talað er um kappakstursmann, ekki frekar en að tala um Stuðmenn í því samhengi. En kannski er ég svona sérvitur.

Hitt er svo annað, að fréttir frá formúlu 1 á mbl.is eru vel skrifaðar... það er því miður ekki hægt að segja svo um allar fréttir á mbl.is.

Snorri Bergz, 2.11.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Einar Steinsson

"Að grípa gæsina meðan hún gefst" er gamalt og gott Íslenskt orðatiltæki og ekkert að því að nota það í þessu tilfelli, það passar raunar ágætlega. Það ætti frekar að hrósa mönnum fyrir að skrifa á litríku og fjölbeittu máli heldur en að skamma þá.

Einar Steinsson, 2.11.2009 kl. 16:44

4 Smámynd: Snorri Bergz

Já, grípa gæsina "meðan hún gefst", en titilinn segir bara "greip gæsina". Stór munur. Ég hefði engar athugasemdir gert við fullt máltæki.

Snorri Bergz, 2.11.2009 kl. 17:15

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það kom fram í fyrstu setningu textans að Japaninn snjalli hafi gripið gæsina meðan hún gafst. Fyrirsagnir reynir maður að hafa stuttar og hnitmiðaðar (því miður bregður maður líklega of oft út af þeim ágæta sið). Það er ástæðan fyrir því að máltækið allt er ekki í fyrirsögninni.

Þakka aftur umræðuna, Snorri, og vinsamleg ummæli um málfar á formúluvefnum.

Ágúst Ásgeirsson, 2.11.2009 kl. 17:41

6 Smámynd: Snorri Bergz

Já, enda var ég ekki að finna að greininni, heldur fyrirsögninni. Já, það er rétt að þær eiga að vera stuttar og hnitmiðaðar, en samt þarf að  passa að hætta ekki leik í miðju máltæki, ekki síst þegar merkingin breytist.

En þetta er samt ekkert alvarlegt, enda ítreka ég að skrifin um formúluna eru með því allra besta sem maður les á mbl.is, málfarslega séð.

Snorri Bergz, 2.11.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband