2. dagur framhald

Jæja, maður tók smá syrpu með þýsku ljóskunum á ströndinni, þ.e. í beinni þýðingu, maður lagði sig smá stund eftir matinn.


En hér er semsagt komið nýtt hugtak, sem varð til í eftirfarandi atviki:


A: Væri nú gaman að fara með þessum þýsku ljóskum þarna á ströndina í fyrramálið.
B: Æ, ég held ég leggi mig frekar smástund eftir matinn.

 

En jæja, komið hádegi hér.  Ég var eitthvað svo domm áðan, svo ég skrapp í laugina, en hún var skítköld og óþægileg, og sólin ekki enn farin að skína. Ég labbaði því niðrá strönd, en þar þekkti ég enga nema Fionu, sem kom aðeins við sögu í bloggi mínu frá Lúx í sumar. Hún hefur kynnst mörgum Íslendingum og er "Íslandsvinur" á sinn einstaka hátt.

 

Bosnumenn stilla upp sínu sterkasta liði gegn TR, og ekki að undra. Við erum ekki í VIP álmunni fyrir ekki neitt!


Shortarinn hræðist greinilega Adda bé, en hann hefur setið hér að stúdera í nær allan morgun. Kannski hann sé að leita að svari gegn Fílagambítnum?


En jæja, menn eru misjafnlega glaðir í morgun. Púlararnir læðast hér með fram veggjum.Jæja, ágætt.  Við Arsenal menn eru hins vegar brattir. "Beeeeeeeeeeeestir skiluru", eins og Bjössi segir. Taka skal fram, að hér er það refsivert að tala illa um Arsenal, en svo vill til, að báðir liðsstjórarnir eru Arsenal-menn og það í harðari og ofstækisfyllri kantinum.

Sólin er farin að skína og nú fer að vera erfðara að ganga úti. Ég var svo forsjáll að hafa með mér nægar birgðir af bolum, en það hefur gengið mjög hart á birgðirnar, svo mér sýnist allt stefna í stefnumót við dry cleaning þjónustu hótelsins.


JÆja, best að fara að koma sér heim á herbergi og hringja út liðið. Liðsfundur coming up.


Áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband