Kemer Antalya: 2. dagur

skak-logo1Jæja, þetta fór svona ok í gær.


Við T.R.ingar unnum litháískt lið 5-1, þar sem Hannes og Þröstur gerðu jafntefli, en hinir unnu. Þröstur fékk á sig "Gelfand", þ.e. óbrjótandi múr Petroff varnar og jafntefli var niðurstaðan.

Hannes vann peð, eða fékk það fórnað á sig, og var með þetta solid, þegar gaurinn trikkaði hann. Við höldum að hinn hafi nú átt easy vinningsleið, en Hannes er seigur og bjargaði sér.


Hinir unnu frekar auðveldlega. Litháirnir voru hins vegar mun betri en stigin segja til um, en þeir tefldu alveg prýðilega,flestir amk.

Þar sem ég sit hér á Lobby Cafe gengur framhjá Short kallinn: hann fær Arnar Gunnarsson í dag. Spurning hvort Addi fái sér ekki bara einn shortara í dag, dúa.

Já, T.R. fær ofursveit Bosna frá Sarajevo í dag, þar sem Nigel Short er á 5. borði. Það munar ekki um minna. Sá á 6. borði er með 2645!

Erfitt að vera liðsstjóri á svona dögum, þegar maður mun fagna hverjum punkti sem næst. Og Hannes fær Ivanchuk, næst stigahæsta skákmann heims, á 1. borði. Úff.


Hellismenn stóðu sig mjög vel í gær. Bragi tefldi vel, fórnaði skiptamun og vonaði maður að hann fengi a.m.k.hálfan út úr þessu, en Karen, Karen Asrian sveið hann að lokum. Bjössi virtist vera að taka Lputian, en Armeninn hélt jöfnu eftir mikla baráttu. RObbi átti jafntefli held ég í endatafli, en var sviðinn. SIg. Daði fékk frábæra stöðu gegn Vaganjan með svörtu og skilst mér að hann hafi átt vænleg færi um tíma, en hafi ekki ratað á rétta framhaldið. En vel teflt.


Kristján og RB töpuðu fljótlega, tiltölulega, en hinir fjórir börðust vel og eiga heiður skilinn fyrir baráttua.

Þeir fá Skottu í dag og hljóta að vinna amk 5-1, ef ekki bara 6-0. Við T.R. ingar stefnum hins vegar á, að vera ekki eggjaðir.


En jæja, ég vaknaði 6 í morgun og fór í breakfastið. Þar hitti ég hina gömlu kallana, Rúnar Berg og Róbert Bigtime. Þetta hlýtur að vera met hjá íslenskri sveit erlendis, eða sveitum, að þrír menn mæti kl. 7 í breakfast. A.m.k. verður að fara aftur til daga fjórmenningaklíkunnar til að finna annað eins.


Annars eru menn frekar þreyttir og flestir fóru mjög snemma í bælið í gærkvöldi. Unglingarnir sátu aðeins lengur, fyrst við að sjá Besiktast spila gegn Porto, og síðan sjá Liverpool tapa gegn Marseille! Við BJössi munum vísast salta aðeins Púlarana hérna, solid. Og MIlan tapaði fyrir Celtic!! Það er svona svipað og að Valur Reykjavík myndi tapa fyrir Val Reyðarfirði


En jæja, hitinn var vel yfir 20 gráður kl.  í morgun. Þegar við lentum hér á miðnætti í fyrrakvöld var hitinn tæpar 30 gráður. Hér er semsagt MJÖG heitt, en loftræstingin ágæt, bæði inni á hótelinu (og á herbergjunum) og á skákstað.

Hér er semsagt allt í gúddí, gúddí. Menn hafa ekki orðið fyrir hnjaski, og Bragi hefur jafnað sig af pestinni, að mestu a.m.k. Aðstæður hér eru einfaldlega frábærar og allt vel skipulagt. Og herbergin!!


'Eg er með einskonar svítu, sem er tvisvar sinnum stærri en herbergið hjá Braga og Bjössa! Og hér er allt til alls, fjöldi sundlauga og annarrar afþreyingar. Sér heimur útaf fyrir sig. Og bara einn KRingur á svæðinu.

En jæja, best að leggja sig smástund. Síðan tekur við ferð á ströndina með Robba og þýsku ljóskunum tveimur! ok, ég varð að segja þetta! Við gömlu menninir erum greinilega ekki alveg dauðir úr öllum æðum.


En að lokum: solid hvatning frá liðsstjóra TR. Ef við vinnum Bosna mun ég þurfa að fara niður til frisörsins, snoða mig algjörlega og fara í vaxmeðferð á bringunni. Hvað maður gerir ekki fyrir liðið??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband