Endurreisn Verkamannaflokksins?

Verkamannaflokkurinn í Ísrael hefur átt í vandræðum undanfarið. Simon Peres, sem var formaður og í forystusveit flokksins í marga áratugi fór yfir til Kadima, flokksins sem Ariel Sharon stofnaði fyrir nokkru. Kadima tók þó þingmenn að miklu leyti frá Likud. En munurinn er, að Nethanyahu hefur endurreist Likud, en hann var formaður flokksins og forsætisráðherra hér áður fyrr. Nú er talið líklegast, að Likud ynni stórsigur í kosningum, yrðu þær haldnar nú.

Af þeim sökum mun Verkamannaflokkurinn kaupa sér tima og framlengja ríkisstjórn Olmerts eitthvað áfram, og reyna að reisa flokkinn við í millitíðinni. Peretz, núverandi formaður, hefur reynst alveg handónýtur og með persónutöfra á við kameldýr. Barak, sem hafði, eins og Nathanyahu, orðið að hrökklast úr embætti formanns og forsætisráðherra, er þó vinsæll, og einnig Ami Ayalon, fyrrv. forstjóri Mossad.

Barak mun vísast vinna slaginn núna, enda vita menn að hverju þeir ganga, kjósi þeir hann aftur til valda í flokknum. Ayalon er hins vegar lítt þekkt stærð. En líklegt er, að á næstu misserum muni Verkamannaflokkurinn, undir forystu Baraks, taka fylgi frá Kadima. Reyndar á Kadima voðalega lítið fylgi eftir, en það mun kvíslast úr því enn frekar.

olmertEn kannski ættu framsóknarmenn að feta í sömu sporin og Likud og Verkamannaflokkurinn, og setja Steingrím Hermannsson aftur í formannsstólinn?


mbl.is Lítur út fyrir að Barak hafi unnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband