Hræsni Írana

AhmadFinalSolNú eru Íranir að kvarta yfir því, að fimm Íranir, sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi og vísast með réttu, séu í haldi. Íranir halda því fram, að þeir hafi verið starfsmenn ræðismannsskrifstofu Írans í írakskri borg og njóti því diplómatafriðhelgi.

Það má skrá hverja sem er starfsmenn ræðismannsskrifstofu. Segjum að Jón Jónsson væri skráður starfsmaður íslensku ræðismannsskrifstofunnar í New York. Mætti hann þá fremja morð eða aðra glæpi og komast undan réttvísinni? Þetta er auðvitað bull.

En hræsni Írana er sennilega heimsmet. Hverjir muna ekki eftir því, þegar Íranir, undir hvatningu frá íslamstrúaröfgaklerkunum, réðist á bandaríska sendiráðið í Teheran og tóku sendiráðsstaffið í gíslinu og héldu þeim í meira en ár, ef ég man rétt. Og þetta fólk var bara að vinna vinnuna sína -- löglega vinnu nota bene.

d_bloggi_heil_hamasOg nú kvarta þeir yfir fimm grunuðum terroristum, meðan saklaust starfsfólk var í gíslingu þessa sama glæpahyskis.

Já, ég segi glæpahyskis. Gamall vinur minn, Írani, var lögfræðingur í Teheran og sagði mér margar sögur af þessu liði. Spillingin var slík, að hann skammaðist sín. Klerkarnir græddu megamonní á allskonar spillingarathöfnum. Og sömu klerkar og létu flengja konu fyrir að vera ekki "rétt klædd" á almannafæri, fengu þennan sama lögfræðing til að skaffa þeim eiturlyf og mellur.

En í mínum huga er þetta klerkalið í Íran glæpahyski, sem ætti að stinga inn í Guantanamo.


mbl.is Mottaki segir að Bandaríkin muni sjá eftir því að hafa fimm Írana í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir þykjast hafa lýðveldi en ég held að það sé bara einhverskonar sýning fyrir heimsbyggðina, á endanum eru það klerkarnir sem eru æðstir og þeir handvelja alla forsetaframbjóðendur. Ahmadinejad er bara talsmaður þeirra sem stjórna í raun og veru.

Geiri (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband