3/1 stjórn í vændum?

hjoninSpurningin er núna, hvort Ingibjörg fái ekki svipaðan díl og Halldór Ásgrímsson síðast. Bæði fengu tilboð um forsætisráðherrastól í veikri vinstri stjórn skömmu eftir kosningar. Og Halldór fékk, á þeim grundvelli, að máta stólinn í ákveðinn tíma.

Mér þykir ekki ólíklegt að Ingibjörg fái sama díl. 6-6 (eða 5-5 síðar á kjörtímabilinu) ráðherrar meðan Geir er í forsæti, en 7-5 (6-4) fyrir Sjálfstæðisflokk þegar ISG verður forsætisráðherra, t.d. í eitt ár eða átján mánuði.

Hvað segja bændur við þessu?


mbl.is Formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það verður gaman að sjá hvort slíkt verði á prjónunum. Ég man vel eftir því hversu mikið ISG gagnrýndi það á sínum tíma, held að hún hafi verið þar fremst í flokki. Þannig að spurning hvort að hún sé allt í einu búin að fá annað álit á slika skiptingu, kæmi svo sem ekki á óvart enda snýst Samfó bara eftir vindinum.

Davíð (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 16:40

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég held að fólk hljóti að vera að hugsa í lengri tíma en einu kjörtímabili.  Þessir tveir stóru flokkar eiga að hugsa í tveimur til þremur tímabilum.

Ef ImbaSolla fellur í þessa grifju þá er það fyrsta skref ríkisstjórnarinnar til glötunnar.  Ef þau geta ekki komið sér saman um ráðherrastóla þá geta þau ekki unnið saman.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.5.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband