Mun Guðni hindra áframhaldandi stjórnarsamstarf?

gudniÉg ræddi áðan ýmsar sögur, sem ég hafði heyrt, um að sá armur Framsóknar, sem ekki vildi fá Jón Sig. sem formann og var í "andstöðu" við "Halldórsarminn" hér áður, sé að skipuleggja samstarf við vinstri flokkanna.

Ég fékk það síðan staðfest frá háttsettum framsóknarmanni, með millilendingu í góðum vini sem ég treysti fullkomlega, að Guðni og Bjarni Harðarz vilji alls ekki halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram og líti frekar til vinstri. Þeir ku njóta amk samþykkis Sivjar, sem ku hafa harma að hefna.

Stuttbuxnaklíkan (Björn Ingi og fleiri) sem studdi Halldór sem mest, og fékk mestan stuðning Halldórs, hefur aðeins misst tökin. Eins og Björn Ingi ræddi, hurfu Jón formaður og Jónína Bjartmarz af þingi, en þau ku hafa verið í Halldórsarminum, andstætt Guðna, Bjarna Harðar, Siv og fleirum. kaffibandalagÞingflokkurinn sé því að meiri hluta til í "andstöðuarmi" Guðna og co, eða amk leiðtogar hans. Því verði ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf. Guðni vilji líta til vinstri.

En stuðningur Guðna við kaffibandalagið gæti reynst dýrkeyptur. Spurningin er, hvort Guðni muni ekki taka "Gunnar Thoroddsen" á þetta, og mynda ríkisstjórn, og taka með sér Kaffibandalagið, Bjarna Harðar og Siv? En þá væri Framsóknarflokkurinn klofinn, en það breytir svosem ekki miklu, enda er hann orðinn það lítill...! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband