Verður hallarbylting í Framsókn?

jonsigMorgnarnir á BSÍ eru oft uppspretta skemmtilegra umræðna. Þar sitja m.a. margir leigubílstjórar, sem heyra ýmislegt í spjalli farþega sinna.

Meðal annars heyrði ég það í morgun, að "Geirjóna" muni ekki halda áfram. Ástæðan væri ekki sú, að Jón Sigurðsson vilji ekki láta á reyna, að halda stjórnarsetunni áfram með Sjálfstæðisflokki, heldur séu áhrifamenn í Framsókn mjög andsnúnir slíku.

Þetta var síðan staðfest úr annarri átt, frá krata, sem sagðist hafa heyrt svipað frá heimildamönnum sínum innan Framsóknar.

En það sem heyrst hefur er, að "Guðnaarmurinn" sjái hér kærkomið tækifæri til að losna við Jón Sigurðsson, krónprins Halldórs Ásgrimssonar, og refsa "Halldórsarminum" fyrir að hafa kosið Jón til forystu, en ekki t.d. Guðna, sem hafði verið varaformaður Halldórs. Þessi hópur sé vinstri sinnaður, eða amk lengra til vinstri en Halldórsarmurinn, og vilji frekar fara í R-listastjórn með sósíalistaflokkunum.

Segir sagan, að Jón hafi ekki hlotið mikinn stuðning innan forystusveitar Framsóknar við, að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram og verði hann kosinn út við fyrsta tækifæri, eða amk gerð óheiðarleg tilraun til þess arna. Munu þeir Selfyssingarnir, Guðni og Bjarni, vera talsmenn þess innan Framsóknar, og njóta til þess tilstyrk Sivjar, sem á víst harma að hefna við Halldórsklíkuna.

En sé þetta rétt má telja, að ef Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki með bónorð og ríkulegan heimamund til Samfó eða VG, og það fyrr en seinna, muni "R-listastjórn" koma upp úr hattinum, þegar öll kurl eru komin til grafar.

 

 


mbl.is Jón: Óeðlilegt að tala um flokkinn með þessum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir Harde hefur sagt að innanhúsátök hjá Framsóknarflokknum hafi stórskaðað flokkinn. Taumlaus valdabarátta og klíkuskapur eru greinilega allsráðandi þarna og Framsóknarflokkurinn er við það að liðast í sundur. Flokkurinn er líka gamaldags og afturhaldssamur og á raunar enga framtíð í íslensku stjórnmálalífi.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:30

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Stjórnarflokkur sem geldur afhroð í kostningum ætti ekki að íhuga frekari stjórnarsetu nema að hann vilji þurkast út.

Helgi Viðar Hilmarsson, 14.5.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband