Reka skal Olmert

olmertMaðurinn er gjörsamlega rúinn trausti og ætti að segja af sér og boða til kosninga. Jafnframt er flokkur hans í frjálsari falli en jafnvel Samfó. Og ekki bætir þetta mál úr skák.

Burtu með þennan mann. Hann á ekkert erindi í þetta embætti.


mbl.is Vill að hafin sé opinber rannsókn á gerðum Olmerts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú ert einn af þeim sem finnst í lagi að taka menn af lífi vegna fjölmiðlaumfjöllunar? Án dóms og laga.

 Málið er ennþá í rannsókn. Ekkert sem gerir hann vanhæfann eins og er.

Geiri (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Snorri Bergz

Þú ættir að læra að lesa áður en þú byrjar að skrifa. Ég sagði þarna efst: maðurinn nýtur ekki trausts (er með 5% fylgi á landsvísu síðast þegar ég vissi), osfrv. Það er ljóst, af því sem ég skrifaði að ofan, að þessi umfjöllun er bara það síðasta af mörgu, sem gerir manninn óhæfan til að sitja í þessu embætti. Og Kadima er að missa fylgi sitt umvörpum.

"Málið er enná í rannsókn...vanhæfan...": Ég sagði aldrei að hann væri vanhæfur vegna umrædds máls. Sagði hins vegar, að hann eigi ekkert erindi í þetta embætti, enda var hann ekki kosinn í það og hefur misst stuðnings þegnanna nær stöðuglega síðan þá.

Snorri Bergz, 25.4.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband