Hundasúrur kirkjunnar?

Kirkjan er, semsagt, ekki eins og golfvöllur, segir biskupinn.. "Nei, hún er frekar eins og íslenskur úthagi, lyngmói, þar sem fjölbreytt líf þrífst og saman vaxa snarrótarpuntur og holtasóley".

Ef ég tek betri samlíkingu frá "heimaslóðum" okkar beggja, Meðallandinu, væri betra að líkja kirkjunni við hundasúru og arfa. Þetta er þarna og vex, dregur til sín næringu, en alls ekki óvíst hvort að nokkur not megi hafa af þessum gróðri.

En hins vegar tel ég herra Karl vera kominn í töluverð vandræði, því hart er að honum sótt.  Alls ekki öfundsverð staða, en ég held að Sigurbjörn biskup, faðir hans, sé þarna bakvið tjöldin með góð ráð, hver svo sem þau eru.

En besta lausnin er vafalaust sú, að einkavæða kirkjuna. Ég fatta ekki hvers vegna ríkið á að vera að því að reka trúfélag...og það ekki burðugra trúfélag en þetta.


mbl.is Biskup segir skiljanlegt að verklag kirkjunnar þyki varfærið og fálmkennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband