Ok, ég skil þetta ekki. 3. hluti

Jæja, þetta fer að verða daglegur viðburður hjá manni. En svo segir á mbl.is

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt marka Barcelona sem sigraði Getafe, 5:2, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Camp Nou í kvöld. Eiður Smári kom Barcelona í 4:2 á 63. mínútu, rétt eftir að lið hans hafði misst niður þriggja marka forskot sem það hafði í hálfleik. Lionel Messi skoraði þá tvö mörk og Xavi eitt en Getafe skoraði tvö mörk með stuttu millibili snemma í síðari hálfleik. Samuel Eto'o bætti loks við fimmta marki Barcelona. Eiður fór af velli fljótlega eftir að hann skoraði markið.

Ég átta mig hreinlega ekki á því, hvernig lið getur misst niður þriggja marka forskot, þegar mótherjinn skorar aðeins tvö mörk?

En rosalega var markið flott hjá Messi.

 

 


mbl.is Eiður skoraði fyrir Barcelona í 5:2 sigri gegn Getafe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband