Breytt ásýnd Lækjartorgs

Jæja, nú þarf að huga að því, hvað tekur við í Austurstræti, þar sem húsin brunnu. Í mínum huga er ljóst, að breyta þarf um stíl. Gömlu húsin, eins fögur og menningarsöguleg og þau voru, eru ónýt, að minnsta kosti flest þeirra. En ég tek undir með þeim, að reyna þarf að halda húsinu á horni Austurstrætis og Lækjargötu.

Persónulega væri ég hrifnastur af því að byggja EKKI nýtt hús þar sem Pravda er núna, heldur setja þar garð eða eitthvað annað skemmtilegt. Þarna má gera eitthvað fallegt, en ekki planta niður steinsteypukubböldum. Þarna mætti setja niður tré, setja bekki niður, gera aðstöðu fyrir útimarkað eða eitthvað þvílíkt.

Úr því svona fór, þarf að hugsa málin upp á nýtt og nota þennan reit til að trekkja bæjarbúa að. Sjálfur bý ég í úthverfi (Hliðunum) og sæki mína þjónustu annað. Ég hef því fáar ástæður til að skreppa í bæinn, og reyndar heimsæki ég miðbæinn aðeins nokkrum sinnum á ári, enda afskaplega lítið að gera þar, sem ekki er hægt að gera annars staðar.

En með því að setja garð þarna við Lækjartorgið, eða stað þar sem fólk getur komið saman, slappað af, drukkið kaffi, teflt eða spilað, eða hlustað á lifandi tónlist utandyra.

Hvað finnst mönnum um eitthvað svoleiðis í miðbæinn?


mbl.is Slökkvistarfi lokið að mestu og hreinsunarstörf hafin í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband