Sökudólgur Baugsmálsins fundinn!

Það er semsagt ÉG, Snorri Bergz. Í umræðu á blogginu mínu kom framkvæmdastjóri þingflokks Samfó með þessa merkilegu kenningu. Hann segir í andsvari við mig:

...þú leitar á náðir ritstjóra Moggans og "innmúraðra" valdamanna innan Sjálfstæðisflokksins sem sjá sér þarna leik á borði að ráðast að yfirlýstum óvinum "ónefnds manns".

Nú er ég aldeilis hissa. Össur ertu þarna? Ertu ekki formaður þingflokksins? Geturðu ekki reynt að leiðrétta blessað barnið? LoL

En annars eru þessar spekúlasjónir kratanna merkilegar. Þeir koma aldrei fram með neinar sannanir fyrir því, að SJálfstæðisflokkurinn hafi staðið að baki Baugsmálinu. Þetta er farið að minna á Göbbels og málflutning hans. En hins vegar kom Jónína Ben fram með yfirlýsingu um, að það hafi einmitt verið formaður Samfó sem hratt málinu af stað. Og því svara kratar aðeins með því að gera lítið úr Jónínu, persónu hennar og trúverðugleika, og endurtaka það sem Baugsmenn sögðu: "Jónína er saklaust fórnarlamb". Já, Samfó virðist vera orðin endurvarpsstöð fyrir Baug, hið ágæta félag, sem ég á annars ekkert sökótt við.  Síðan Framsókn var meira og minna málpípa Sambandsins, hefur enginn stjórnmálaflokkur gefið jafn sterklega í skyn, að hann væri á vegum ákveðins fyrirtækis.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mig hefur lengi grunað þetta.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.2.2007 kl. 18:40

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

hehehe.. þú ert nú meiri grínistinn Snorri kemur með hverja bombuna á fætur annari.. Þetta kemur þannig út að sjálfstæðisflokkurinn sé "saklausa fórnarlamb" í þínum málflutningi... Greyið sjálfstæðisflokkurinn, það sem hefur verið lagt á hann í þessu máli.. Hann sem hefur aldrei verið tengdur sérhagsmunagæslu hér á landi og reynd að stuðla að jafnrétt og mannúð.. Aumingja allt það heillaga fólk sem styður hann og starfar fyrir hann.. Það á alla mína samúð vegna þessara aðfarar..

Ingi Björn Sigurðsson, 1.2.2007 kl. 18:47

3 Smámynd: Snorri Bergz

Já, aumingja þú. Varstu ekki að segjast vera í Sjálfstæðisflokknum, eða hef ég misskilið þig? Og hvar sagði ég að SJFL. væri saklaust fórnarlamb, var ég ekki að vitna í að kratarnir teldu Jónínu vera svo?

En manni er kennt þegar í barnaskóla, að koma ekki fram með dylgjur eða ásakanir, nema að hafa að baki haldbærar sannanir.

En mikið er ég glaður yfir því að þú skulir hafa svona mikinn áhuga á blogginu mínu og því sem ég segi. Þér hlýtur að vera einstaklega vel við mig. Og ég man ekki eftir að hafa gert þér neitt gott, hingað til!

Snorri Bergz, 1.2.2007 kl. 18:53

4 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Það er rétt hjá þér þú hefur ekkert mér hvort gott né illt. Ég þekki reyndar Jónínu ágætlega og það af góðu einu. Þú mátt eiga það að vera príðisblogari og mjög duglegur sem slíkur. Þú sagðir hvergi að XD væri saklaust fórnarlamb, það voru mín orð eða mín ályktun eftir því að lesið færsluna þína. Það var mín tilfinning að XD væri fórnarlambið í þessu vandræðalega máli.

Sjálfsvorkun hefur ætíð verið mín sterkasta hlið og ég finn til mikillar samkenndar með sjálfum mér í þessu máli.

Ingi Björn Sigurðsson, 1.2.2007 kl. 19:48

5 Smámynd: Snorri Bergz

"Sjálfsvorkun hefur ætíð verið mín sterkasta hlið og ég finn til mikillar samkenndar með sjálfum mér í þessu máli." Já, ég geri það líka. Spurning að stofna einhverns konar sjálfsvorkunarklúbb, sér í lagi eftir úrslit kvöldsins í handboltanum.

Þakka skemmtileg samskipti. Sjáumst á "rúntinum".

Snorri Bergz, 1.2.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband