En Jónína sagði meira!

Hún sagði líka, að það hafi verið Ingibjörg Sólrún, sem hratt af stað þessari atburðarás, sem nefnd hefur verið Baugsmálið, þegar ISG bauð henni í mat í Apótekinu til að ræða um svindlið og svínaríið hjá Baugi! Já, sama Ingibjörg og reynir nú að klína þessu máli á Sjálfstæðisflokkinn.

Ég hreinilega skil ekki hvað tæp 20% þjóðarinnar er að hugsa. Ingibjörg er gjörsamlega ótrúverðug. Algjörlega ófær um að verða t.d. forsætisráðherra.

En ég vona að Ingibjörg haldi fleiri ræður. Hún virðist snillingur í, að klúðra málum í hverri ræðunni á fætur annarri.


mbl.is Jónína Benediktsdóttir segir að tölvupóstar í olíumálinu hafi lekið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Þú Snorri veist heil mikið um þetta mál sýnist mér.  Þú ferð kanski á vitnalistann hjá Dómstólum.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 1.2.2007 kl. 14:07

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég veit ekki mikið um þetta mál, en ég kann að lesa. Það lærði ég þegar ég var 4 ára og hef ekki enn týnt því niður.

Ég les meira að segja pistla með "italics".

En ég hef svosem ekkert á móti Baugi, en mér líkar ekki hvernig ISG hefur reynt að nota þetta mál...vitandi, að hún hratt þessu af stað. Og já, ég trúi að sagan af Apótekarfundinum sé rétt.

Snorri Bergz, 1.2.2007 kl. 14:37

3 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

hehe... það getur verið hentugt að trúa því sem gagnast manni eða flokknum sem maður heldur með.. Þú trúir væntanlega ekki að forkólfar sjálfstæðisflokksins hafi neitt með þetta mál að gera, eða þar að segja framvindu þess?

Ingi Björn Sigurðsson, 1.2.2007 kl. 14:48

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ingi Björn, ég hef bara ekki séð neinar sannanir þess efnis. Þetta er eins og með heimildir; maður trúir ekki algjörlega óskhyggju pólítíkusa, nema að hafa traustar heimildir þeim til staðfestingar. Meðan svo er, þá er þetta bara pólítísk pot í mínum huga. Sannanirnar vantar.

En það virðist allt benda til að Imba hafi ýtt þessu máli af stað (minnir að hún hafi viðurkennt þennan Apótekfund eða eitthvað svipað fyrir einhverju síðan). Þá, Ingi, það getur verið hentugt fyrir þig að trúa því sem þú vilt trúa eða gagnast.

Snorri Bergz, 1.2.2007 kl. 15:11

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Þetta er nú alveg kostulegt! Þegar ekki dugar að kenna Ingbjörgu Sólrúnu um að fella gengið á krónunni þá á hún að hafa sett Bónusmálið af stað. Ef Álstæðsmenn hefðu einhverjar áhyggjur af hlýnun andrúmslofts myndu þeir kenna Ingibjörgu Sólrúnu um það líka.

Þessi taktík ykkar í Álstæðisflokknum gengur bara ekki lengur. Foringinn gat ekki þagað yfir SMJÖRKLÍPUAÐFERÐINNI sinni - þessu ofnotaða varnarbragði ykkar.

Það sem þið viljið forðast að tala um er m.a. þetta

Jónína er hins vegar bara nytsamlegur sakleysingi í þessu blessaða Baugsmáli. Út af persónulegri beiskju vill Jónína hjálpa Jóni Gerald sem telur sig svikinn í viðskiptum, þú leitar á náðir ritstjóra Moggans og "innmúraðra" valdamanna innan Sjálfstæðisflokksins sem sjá sér þarna leik á borði að ráðast að yfirlýstum óvinum "ónefnds manns".

Svo veltir boltinn upp á sig, Jón Gerald skaffar ástæðu fyrir húsleit hjá Baugi, sem auk þess að vera mjög harðneskjuleg aðgerð miðað við það hvað ástæður voru veikar, kom á versta tíma fyrir Baug sem var í miðju yfirtökuferli á einhverju stórfyrirtæki í Brétlandi ef ég man rétt. Tæpast tilviljun.

Eftir þetta verður ekki neitt við ráðið - innmúruðu valdavinirnir í Sjálfstæðisflokknum voru auðvitað löngu búnir að kveða upp dóm og biðu bara eftir að dómskerfið sannaði álit þeirra sjálfra. Það hefur alls ekki gengið eftir þrátt fyrir góðan vilja dómsmálaráðherra - þvert á móti þá hefur ákæruvaldið orðið sér og Íslandi til ævarandi skammar hvað eftir annað.

Ég held að hún ætti bara að slaka á í þessu. Ekki vera stelpan með puttann í sprungunni á stífluveggnum þegar allir "innmúruðu vinirnir" eru löngu farnir á helbláum handahlaupum í burtu.

Dofri Hermannsson, 1.2.2007 kl. 16:16

6 Smámynd: Snorri Bergz

Hvernig væri Dofri, að við myndum nokkrir opna eigin bloggheima, þar sem við gætum kastað athugasemdum á milli?

Það er greinilega himinn og haf á milli viðhorfa og skoðana okkar. Finnst því ekki liklegt kallinn, að þú verður framkvæmdastjóri stjórnarflokks í vor.

En ég er auðvitað ánægður með, að geta æst svona upp framkvæmdastjóra næst stærsta stjórnarandstöðuflokksins með bara einföldum "commentum". Bara einfaldlega minnst á, að Ingibjörg hratt málinu af stað og þá rjúka kratar upp hver af öðrum, bæði hér og annars staðar, og byrja að gera lítið úr Jónínu, í stað þess að svara því, af hverju Imba hratt þessu máli af stað og af hvaða ástæðu hún söðlaði síðan um og setti tjald sitt í herbúðir Baugs?

Þú varst að tala um að kenna öðrum um en hinum seka. Sko, Ingibjörg hratt þessu máli af stað. Ég man ekki eftir að hún hafi neitað að hafa hitt Jónínu í APótekinu og átt frumkvæðið að þeim fundi. Af hverju átti þetta þá að hafa verið eitthvað herbragð innmúraðra sjálfstæðismanna? Er ISG sjálfstæðismaður?

En ég vil snúa þessu við. Er hlýnun andrúmsloftsins sjálfstæðismönnum að kenna? Þú virðist amk halda það.

Ég myndi kannski spyrja Imbu að þessu sjálfur, en ég vil ekki eyða tíma mínum. Ég hef tvisvar sent henni fræðileg erindi. Fyrst var hún borgarstjóri, síðan þingmaður. Hún svaraði hvorugu erindinu. Því tel ég tilgangslaust að reyna að ræða við þá konu. Hún hefur greinilega ekki mikinn áhuga fyrir almenningi í landinu. Vill bara fá að stjórna, og líklega með sama hætti og Hugo Chavez, vinur ykkar kratanna.

Snorri Bergz, 1.2.2007 kl. 17:20

7 Smámynd: Snorri Bergz

Dofri: "...þú leitar á náðir ritstjóra Moggans og "innmúraðra" valdamanna innan Sjálfstæðisflokksins sem sjá sér þarna leik á borði að ráðast að yfirlýstum óvinum "ónefnds manns".

Ég vil taka fram, í ljósi þessara aðdróttana Dofra, að ég hef aldrei hitt Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Mbl. Hef heldur ekki aðgang að valdamönnum í Sjálfstæðisflokknum, enda hef ég aldrei tekið þátt í neinu flokksstarfi.  

Snorri Bergz, 1.2.2007 kl. 17:58

8 identicon

Það væri auðvitað frábært ef Dofri gæti komið með einhverjar sannanir fyrir þessum ásökunum hérna.

Hann er einna fljótastur að taka upp hanskann fyrir Samfylkinguna, og þá sérstakelga Ingibjörgu. Mikið hlýtur hún að ætla að vera góð við hann. Ætli hún sé búin að lofa honum einhverju þegar hún verður forstætisráðherra? (sem verður vonandi aldrei)

Það er dáldið eins og dofri sé að reyna að vinna sér inn stig hjá Ingibjörgu. Ætli hann vilji verða uppáhalds skósveinninn nú þegar Stefán Jón er að fara til Afríku?

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 18:11

9 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

hehehe.... Snorri þú ert nú pínu kjánalegur það var það eina... Ég tók enga afstöðu til þess hvort það sé ISG eða XD sem hratt málinu ég spurði þig bara einfaldra spurninga...

Eins og þú bendir á þá eru ekki til algerar sannanir fyrir að sjálfstæðisflokkur komi að þessu þó svo að það séu til ákveðnir tölvupóstar. Heldur getur þú ekki fært algild rök fyrir þætti ISG í þessu máli. Samt sem áður trúir þú því. Málið er að þú tekur önnur rökinn vegna þess að þau henta betur þínum málflutningi en hafnar hinum af nákvæmlega sama tilgangi... Sérðu ekki hvað það er ótrúlega kjánalegt?

come on þú átt ekki halda með stjórnmálaflokk og éta allt blind upp.. Ef þú heldur því áfram þá verður þú álíka kjánalegur og Gísli Freyr vinur þinn..

Ingi Björn Sigurðsson, 1.2.2007 kl. 18:26

10 Smámynd: Snorri Bergz

Ingi. Ég var að benda á, hversu asnalegt það væri af Ingibjörgu, að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn og kenna honum um Baugsmálið, þegar hún sjálf kom því af stað. Síðan finnst mér Gísli Freyr ekki kjánalegur, a.m.k. kemur hann betur út en þú í mínum augum, en þú hefur t.d. engar athugasemdir við, að kratarnir taki "önnur rökinn (svo) vegna þess að þau henta betur þínum (þeirra) málflutningi en hafna hinum af nákvæmlega sama tilgangi". Gísli er þó amk ekki fela hvar hann stendur.

Snorri Bergz, 1.2.2007 kl. 18:32

11 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þú ert nú meiri brandakarlinn Snorri.. Ég get upplýst þig að ég er skráður í Sjálfsflokkinn, þó svo að ég neiti að halda með stjórnmálaflokk.. Ég held með Víking í fótbolta..

Lífið er bara ekki svart og hvít eins það er í þínum augum. Ég hef aldrei tjáð mig um ISG og hennar afstöðu. Enda finnst mér það ekki skipta máli.. Málið er að þú tekur önnur rökin vegna þess að hentar þér betur og úti lokar hin af sömu ástæðum.. Það finnst mér kjánalegt..

Ingi Björn Sigurðsson, 1.2.2007 kl. 18:40

12 Smámynd: Snorri Bergz

Ok, þú hefur komið hreint fram. Ég er ekki taka neina afstöðu heldur um það hver beri ábyrgð eða sé sekur, þó Dofri kenni mér reyndar um Baugsmálið. Ég er einfaldlega að segja, að mér finnst skondið af Imbu að nota þetta mál gegn Sj., vitandi að hún ýtti því sjálf af stað. Þar að auki kemur hún ekki fram með nein rök, heldur aðeins dylgjur. Ég get því ekki "tekið önnur rökin", því ISG hefur ekki fært nein fram, eða a.m.k. ekki í þessari ræðu sinni um daginn.

Lífið er ekki svart og hvítt í mínum augum. Vinsamlegast hættu að gera mér upp lífsviðhorf. Lífið er kannski annaðhvort svart eða rautt í þínum augum, en að mínum dómi eru jafnan til tvær eða fleiri hliðar á einu máli. Þú segir: "Þú ert nú meiri brandakarlinn Snorri." Ég skal reyndar viðurkenna, að umrætt bréf hér að ofan skrifaði ég nú fyrst og fremst af prakkaraskap. Prakkari er því betra orð en brandarakarl, eða brandakarl, eins og þú segir.

Snorri Bergz, 1.2.2007 kl. 18:49

13 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Reyndar held ég að þú sér skynsamur, annars væri ég ekki að skrifa þetta. Mér er því létt að þú hafir sett þetta fram af prakkaskap. Það sem ég hnaut um var þessi setning "Og já, ég trúi að sagan af Apótekarfundinum sé rétt"  Það var sérstaklega áherslan á orðið að trú. Ég efast um hefði SjálfstæðisGeir farið með Jónínu og þessar sakir hefðu verið bornar á hann að þú hefðir trúað því.. Eða hvað?

Mér finnst svona blindni kjánaleg gagnvart stjórnmálaflokki, þú átt fullkomlega rétt á henni. Alveg eins og ég hef rétt á skilyrðislausri ást gagnvart dóttir minni og Víking.

Ingi Björn Sigurðsson, 1.2.2007 kl. 19:35

14 Smámynd: Snorri Bergz

Þetta er nú engin blindni félagi, og síðan er algjör óþarfi að brigsla mér við skynsemi. 

Ég er alls ekki sammála Sjálfstæðisflokknum í mörgum málum, en þegar maður sér hvað stendur til boða annað, þá á maður ekki margra kosta völ en að festa tjaldhæla sína á horninu á Háaleitisbraut og Skipholti. Ég stend vissulega næst Sjálfstæðisfl. í flestum málum, en sem sveitastrákur bý ég við genetískt framsóknarvandamál og er sammála Frams. í sumu. Síðan er ég jafnvel sammála Samfó stöku sinnum, og VG í Evrópumálunum. Ég er, held ég, ekki blindur, en ég nota gleraugu, því ég sé frekar illa á öðru auganum og þar að auki sjónskakkur.

Já, ég trúi frásögn Jónínu, þe ég tel hana ekki vera að ljúgja. Rétt eins og ég trúi, að Geir hefði aldrei farið að boða Jónínu í apótekið, nema þá helst til að kaupa handa henni eitthvað róandi, eða asperín, eða eitthvað. En þá hefði hann vísast sent Borgar, því hann borgar? Það er kannski munur á Geir og Imbu, að Geir hefði örugglega aldrei farið að klikka svona á grundvallaratriðunum.

En ég vona að þér létti enn meira, þegar ég segi, að ég á marga ágætis vini og kunningja sem eru kratar og jafnan sanntrúaðir. Og aldrei hef ég séð jafn mikla skilyrðislausa dýrkun á einum stjórnmálamanni og þar, ekki einu sinni í Sjfl. fyrir nokkrum árum, svo ég spari þér að skjóta því fram. Það finnst mér vera "kjánaleg blindni", eins og þú orðar það. Stór hluti skýringarinnar á þessum skrifum mínum er, að ég er að stríða þeim aðeins, og skoðanabræðrum þeirra, en þá kalla ég "þjóhnappakrata" -  af mjög eðlilegum ástæðum. Önnur ástæða er, að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með Samfó, sem ég hér áður taldi vera vænlegan kost til ríkisstjórnarsamstarfs, en það var áður en skítkastspólítíkin frá Borgarnesi var mótuð í svifryksfylltum bakherbergjum kratanna. Og síðan hafa hver kratavonbrigðin rekið á fjörur mínar. Og síðan til að kóróna allt, þá treysti ég ekki ISG. Ég sendi tvisvar til hennar fræðileg erindi; fyrra skiptið var hún borgarstjóri, hið síðara, þá var hún komin með alþingisemail. Hún svaraði mér í hvorugt skiptið. Svoleiðis stjórnmálamanni get ég ekki treyst. Hugsanlega hefur hún haft málsbætur, t.d. að aðstoðarkonan hafi hent erindi mínu í fyrra skiptið, eða tölvan biluð í það síðara. En hún ber samt ábyrgðina, amk í fyrra skiptið; en hið síðara, ja, það er ekki mjög erfitt að opna email. Ég þekki t.d. marga krata sem hafa bæði opnað emaila frá mér og svarað þeim,  svo ekki sé talað um lengra komna. 

En ég held ég geti sagt það með sönnu, þessa stundina amk, að sú eina skilyrðislausa blinda ást sem ég ber, önnur en til fjölskyldu minnar, beinist að fótboltafelaginu Arsenal, ekki síst  kvennaliðinu, þar sem finna má margar föngulegar stúlkur!  Jæja, farinn heim að sleikja sárin eftir Rússaleikinn...!

Segi að lokum: "Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni." En fyrir Víking?

Snorri Bergz, 1.2.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband