Vistmenn úr Byrginu á götuna?

Hvað segja menn nú? Eina skjólið, sem fólk þetta hafði, er horfið, eða svo gott sem. Nú þurfa Kompásmenn, heilbrigðis- og lögregluyfirvöld, og aðrir hagsmunaaðilar að taka höndum saman og reyna að hjálpa þessu fólki.

Kannski þeir, sem hér á blogginu hafa talað sem hæst og oftast gegn Byrginu undanfarnar vikur, taki að sér eins og 1-2 fíkla, til að forða þeim frá götunni? Eða kannski Stöð 2 skaffi einhverjum þeirra húsaskjól?

Síðustu árin hef ég vanalega farið á BSÍ í kaffi frekar snemma á morgnana og stundum setið þar einn, meðan borgin sefur. En síðustu viku hefur þar verið tiltölulega margt um manninn. Þar hafa átt í hlut menn, sem ekki eiga sér heimili og koma þarna á morgnana, af því að þetta er eini staðurinn sem er opinn. Og sumir þeirra eru jafnan í slæmu ásigkomulagi, bæði líkamlegu og oftast ölvaðir eða dópaðir. Ég hef nú ekki spurt þá, en það kæmi mér ekki á óvart, þótt sumir þeirra hefðu fyrir rúmri viku síðan dvalið í Byrginu.
 


mbl.is Vistmenn yfirgefa Byrgið - lögreglan í Reykjavík kveðst kvíða framhaldinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband