Össur lætur gamminn geisa

Sá Össur Skarp í dag, þar sem hann kíkti í heimsókn á Friðriksmótið í skák. Ég var eitthvað annars hugar og tók ekki eftir honum, svo hann kallaði á mig og spurði, hvort ég heilsi ekki vinstri mönnum? Ja, það fer nú eftir því hvaða vinstri menn eiga í hlut; en Össur er ágætur, þó auðvitað eigi hann að fylgja Hrafni Jökulssyni yfir í Sjálfstæðisflokkinn.

En af þessu tilefni langar mig að reyna að endursegja brandara, sem Össur á að hafa sagt sjálfur, og um sjálfan sig.

Málavextir voru þeir, að Össur var víst staddur í París á umhverfisráðstefnu, í þá gömlu góðu daga. Með honum var aðstoðarmaður hans, (held það hafi verið Árni Páll síhleraði), og fóru þeir út á veitingastað á milli funda og pöntuðu sér skjaldbökusúpu. Tíminn líður og ekkert gerist, og þjóninn gefur þeim vín hússins í sárabætur fyrir töfina. En tíminn líður, og líður, og ekkert gerist. Össur sendir þá Árna fram í eldhús, að athuga hvað sé eiginlega að gerast.

Árni gengur að hurðinni og sér inn um "kýraugað" hvað kokkurinn er að reyna að hrista skjaldbökuna út úr skelinni, en ekkert gengur. Aha, þar er komin skýringin á töfinni. En Árni hefur ráð undir hverju rifi og gengur inn, réttir kokkinum saxið, leggur skjaldbökuna á borðið og biður kokksa að vera tilbúinn að höggva hausinn af skjaldbökunni. Jája, kokkurinn hlýðir þessum skrítna útlendingi.

Árni treður þvínæst puttanum á kaf í þarminn á skjaldbökunni og rekur hún þá hausinn undan skelinni og kokksi heggur hann af. Hann spyr síðan Árna, hvar hann hafi lært þetta trix. Árni tekur kokkinn með sér að dyrunum, bendir á Össur og segir:

"Sérðu þennan feita þarna með Amish skeggið?"´

"já" svarar kokksi.

"Hvernig heldurðu", bætir Árni nú við, "að ég hnýti á hann þverslaufuna?"

Ég varð bara að segja þennan. Það er auðvitað algjör snilld, að stjórnmálamaður skuli þora að segja svona um sjálfan sig! Klappbroskall fyrir húmoristann með Amish skeggið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband