Skúbb: Áramótaskaupið

Ég sat eins og asni í kaffi snemma í morgun, morkinn og varla vaknaður, þegar ég heyrði á tal tveggja manna, sem sögðust hafa heyrt skúbb frá vini sínum, sem frétti frá vini sínum, sem heyrði frá sjónarvotti (einhvern veginn svona), að áramótaskaupið í ár sé ekkert sérstakt svosem; einstaka brandarar sem megi glotta að, stundum reka upp hrossahlátur jafnvel. En í heildina hálf skrítið...fyrir fólk með aulahúmor.

Ég hef ekki hugmynd um einu sinni hverjir semja eða stjórna skaupinu. Mér er eiginlega alveg sama. Á síðasta ári horfði ég á skaupið á netinu, þar sem ég lá í rúmi á hóteli í litlum og skítugum smábæ í Englandi. Þegar það var c.a. hálfnað steinsofnaði ég og vaknaði ekki fyrr en næsta morgun. Vonandi verður skaupið betur aðlagað mínum aulahúmor þetta skiptið.

En annars sel ég ekki sögu þessa dýrara en ég keypti.

Þegar stórt er slúðrað... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Þetta er var skúbb en fakti miðað við undanfarin ár. Vona bara að þessi Gísla Frans verði haldið frá skaupinu í ár.

TómasHa, 28.12.2006 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband