Útlendingar á Íslandi

Ég sat einn í heita pottinum í Hreyfingu í gærkvöldi þegar maður um fimmtugt bættist í hópinn. Við sátum þegjandi smá stund uns maðurinn ávarpaði mig á ensku og fór að spyrja hvernig mér þætti veðrið. Ég svaraði því til, að það væri svosem ágætt. Veðrið væri verra víða annars staðar.

Talið barst svo að ýmsum þáttum, alltaf á ensku.

Maðurinn kvaddi síðan, en kynnti sig um leið og sagðist heita Friðrik. Ég svaraði um hæl.

Hann horfði undarlega á mig og sagði:


"Fyrirgefðu. Ég hélt þú værir útlendingur".

Ég hlýt að vera svona útlendingalegur.

Eru virkilega það margir útlendingar við störf hér, að menn gera því skóna að menn séu frekar útlendingar en Íslendingar. Eða eru þeir, sem eru með kolsvarta og djúpa skeggrót og hæfilegan bringuháraskóg umsvifalaust taldir útlendingar?


mbl.is Útlendingum fækkar á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Reyndar er ég íranskur flóttamaður. Ég hélt að allir vissu það.

Snorri Bergz, 13.9.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband