Ramses grætur af gleði

Jæja, þá er Ramses kominn aftur til Íslands. Vel gert hjá Birni Bjarnasyni og hans fólki í dómsmálaráðuneytinu að taka af skarið.

Pólítískir flóttamenn, og aðrir nauðstaddir útlendingar, hafa löngum átt erfitt uppdráttar á Íslandi, en kannski að mál Ramsesar verði til að breytingar verði á. Tregða stjórnvalda virðist vera á undanhaldi.

Kemur að vísu mörgum áratugum of seint...en betra er seint en aldrei.


mbl.is Grátið af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Snorri minn.

Ertu blindur Sjálfstæðismaður?

"Vel gert hjá Birni Bjarnasyni og hans fólki í dómsmálaráðuneytinu að taka af skarið." Og það var illa gert að senda Paul Ramses úr landi því þessir menn vissu að það gæti orðið til að Paul Ramses yrði sendur frá Ítalíu til Kenýa og þá hefði hann sennilega verið drepinn. Við erum kristin þjóð og svona eiga ráðamenn ekki að gera.

Gakktu á Guðsvegum.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 12:13

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég vissi ekki að Útlendingastofnun væri deild í Sjálfstæðisflokknum Rósa, engu frekar en Vopnafjörður er æfingasvæði fyrir víkingasveit lögreglunnar.

Eru Íslendingar kristin þjóð? Það virðist hafa farið framhjá mér.

Snorri Bergz, 26.8.2008 kl. 12:15

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur. Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun. Þar er samasemmerki eins og með V-V; Víkingasveitin og Vopnafjörður.  Björn Bjarnason er yfirmaður Útlendingastofnunnar og hann ert yfirmaður Hauks Guðmundssonar 

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ég held að þetta sé einhver misskilningur hjá þér. Útlendingastofnun spyr ekki Björn Bjarnason hvað hún gerir í einstaka málum.

Meira að segja grjótharðir sósíalistar vita þetta og hafa þakkað BB og hans liði fyrir inngripið.

Snorri Bergz, 26.8.2008 kl. 12:29

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur og aftur.

Útlendingastofnun starfar sjálfstætt en þarf örugglega að bera sig undir Dómsmálaráðherra ef svona mál koma upp og núna afsaka þeir sig að hafa ekki haft nægar upplýsingar. Þá reynir maður fyrst að afla upplýsinga og síðan að afgreiða mál. Víkingasveitin er líka undir Dómsmálaráðuneytinu og ef eitthvað kemur uppá er ég sannfærð um að Dómsmálaráðherra þarf að koma að málum.

Ég hef oft kosið Sjálfstæðisflokkinn en ég er ekki stæk. Aftur á móti er bróðir minn og einnig frændi stækir.

Stofnanir tengdar ráðuneytinu

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 12:43

6 Smámynd: Snorri Bergz

Það kom fram í fréttum, að ráðuneytið hafði engin afskipti haft af máli Ramses í fyrra skiptið. Útlendingastofnun sá um þetta mál. Punktur.

Snorri Bergz, 26.8.2008 kl. 15:53

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Það er spurning. PUNKTUR.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband