Skúbb: Guðjón á útleið, nýir þjálfarar hjá ÍA

Sunnudagur: 14:09

Leikurinn gegn Val gæti orðið síðasti leikur Guðjóns Þórðarsonar, hins litríka þjálfara Skagamanna í knattspyrnu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mínum er hann á útleið, hvort sem hann tekur við Hearts eða ekki. Heyrst hefur, að tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafi tekið jákvætt í að taka aftur að sér þjálfun Skagamanna á miðju tímabili. (Heyrst hefur =  innanbúðarmaður í næst-innsta hring ÍA sagði mér það áðan!)

En í öllu falli er mælir Guðjóns að fyllast. Mér skilst að bullandi óánægja sé með framgöngu og störf Guðjóns á Skaganum og líklegt að hann fjúki, hvort sem broken Hearts biði hans með blómvönd eður ei.

En þá geta amk leikmenn hætt að æfa með eyrnahlífar. Lecter is leaving!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband