Kveðjubréf

jonrognvaldsÉg horfði á Jón Rögnvaldsson vegamálastjóra í "Íslandi í dag" í gær í tengslum við Reykjanesbraut og slysið hræðilega þar í gærmorgun. Persónulega fannst mér hann komast vel frá þessu öllu saman.


Þar kom líka fram, eins og vitað var, að hann væri að láta af embætti eftir um 43 ára starf hjá Vegagerðinni. Mig grunar fastlega að bæta mætti við "farsælu starfi".


Ég þekki ekki Jón Rögnvaldsson vegamálastjóra, en ég þekki Jón Rögnvaldsson fyrrv. forseta Skáksambands Íslands og formann Taflfélags Garðabæjar. Þar fer mjög vandaður maður, traustur og ábyggilegur. Efa ég ekki að þeir eiginleikar hans hafi jafnframt komið fram í störfum hans hjá Vegagerðinni.


En vegurinn hlýtur að enda einhvers staðar og nú hefur Jón ákveðið að láta gott heita, en hann er að nálgast sjötugt. Óska ég honum alls velfarnaðar í því sem hann mun taka sér fyrir hendur á komandi misserum.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband