Fangelsun blaðamanna

Mig grunar, að flestir þessara fjölmörgu blaðamanna hafi í raun ekkert sér til saka unnið, nema e.t.v. að gagnrýna stjórnvöld eða fletta ofan af þeim. En meðan saklausir blaðamenn sitja inni, ganga lausir fjölmargir blaðamenn sem hafa notfært sér stöðu sína til að troða eigin skoðunum inn í fréttir eða flytja svívirðingar um fólk. Þeir mættu alveg fara inn, amk sumir þeirra, rétt til að staðfesta, að blaðamenn eiga ekki að vera stikkfrí, ákveði þeir að fara út fyrir skyldur sínar. Þá er ég t.d. að tala um blm í einræðisríkjum sem ljúgja til að fegra ímynd Foringjans og aðrir slíkir, s.s. þeir sem reka pólítískan áróður undir yfirskini hlutleysis. Svoleiðis lýður er aumkunarverður og setur slæman blett á annars ágæta starfstétt blaðamanna.
mbl.is 127 blaðamenn sitja í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband