Særindi Fergusons

Mér fannst nú dómarinn frekar hliðhollur Man Utd. Hann sleppti t.d. amk einni vítaspyrnu og hefði getað dæmt aðra, í bæði skiptin á Man utd, þegar Hargreaves fékk boltann í höndina inní vítateig.


Og ég sá ekki betur en að mörg vafaatriði hafi fallið Man Utd í skaut, en önnur féllu vissulega Arsenal í skaut. En amk græddi Arsenal ekki á dómaranum, það er ég sannfærður um.


Ómaklegt hjá Ferguson. Liðið hans var einfaldlega verra í gær, en náði næstum því að stela sigrinum. Það hefði hann átt að vera ánægður með, en auðvitað skilur maður að hann sé spældur eftir að hafa fengið á sig jöfnunarmarkið í uppbótartíma.
mbl.is Ferguson: Dómarinn var hlutdrægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband