Kjarnorkuvopnaáætlun Írana

Jæja, allt fram streymir endalaust.


Það nýjasta í þessu máli er, að nú eiga ísraelskar herþotur að hafa varpað sprengjum á geymslustað kjarnorkubúnaðar, sem Norður-Kóreumenn eiga að hafa fengið Sýrlendinga til að geyma fyrir sig, annað hvort til að felann fyrir Bandaríkjamönnum eða til að selja Írönum. Norður-Kóreumenn hafa kjarnorkugetu (og hafa víst smíðað nokkrar sprengjur), en vantar peninga og mat. Íranir hafa ekki enn náð að þróa kjarnorkuvopn, en eiga nóg af peningum og mat.


En í öllu falli treysti ég ráðamönnum í Íran og Sýrlandi ekki hæðishót. Þeim fyrrnefndu enn síður. Og þar hef ég ríkari ástæður en margir aðrir. Til dæmis er gamall vinur minn víst á topp-tíu "hitlista" Írana og hefur verið þar, með hléum, frá því 1979. Hann var yfirmaður lífvarðasveita Íranskeisara og stofnaði hryðjuverkasamtök við byltinguna og stóð fyrir ýmsum ofbeldisverkum, t.d. rændi hann írönskum eldflaugabát, sprengdi í loft upp hús Khomeinis í París, o.fl.


Hann reyndi síðan að fremja sjálfsmorð með því að snúa aftur til Írans, en sendisveinar klerkanna höfðu margsinnis reynt að drepann. En Íranir fyrirgáfu honum, "glataða syninum", og hann varð lögfræðingur í Teheran. Þar hafði hann m.a. það "hlutverk", að skaffa æðstu klerkunum mellur og eiturlyf. Sagði hann hreint út, að stundum hafi æðstaráðið haldið fundi í slíku "ástandi", með gleðikonur bíðandi í sófum og flestir í annarlegu ástandi.


Hvað ef ástandið er svona ennþá, en þetta gerðist fyrir c.a. 10 árum, en hann þurfti að flýja land eftir smá "árekstur" við Khomeini fjölskylduna, eftir að hann rak mál flugmanna í íranska hernum, en fjölskyldan hafði hrifsað til sín eftirlaunasjóði þeirra undir einhverju yfirskini. Hann flúði þá land og komst naumlega til 'Astralíu, þar sem hann var hrakinn úr landi, með íranska drápshunda á hælunum. Hann komst til Ísraels, sem var eina ríkið sem vildi hafann: "Enda eru þeir þar allir á drápslista Írana hvort sem er", sagði hann mér glottandi.


Maður þessi er, eða var þá, einn af foringjum írönsku útlagastjórnarinnar og sagði hann mér margar furðusögur af leiðtogum Írans, á meðan ég prófarkalas fyrir hann drög að ævisögu, sem hann hafði þá í smíðum.


En af frásögnum hans að dæma hef ég enga ástæðu til að ætla annað, en að Íranir muni láta vaða, komist þeir yfir kjarnorkusprengju. Þeir voru, fyrir um tíu árum síðan, tilbúnir að hrinda heimsstyrjöld af stað til að eyða Ísrael. Og með núverandi forseta eru þeir e.t.v. í engu betra hugarástandi, enda er trúarofstæki klerkanna jafnvel meira nú, en það var fyrir tíu árum rúmum.


Þessa menn þarf að stöðva.


mbl.is Kouchner segir heiminn verði að búa sig undir átök við Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband