Að drepa eða ekki drepa

d_bloggi_heil_hamasJæja, nú hafa Moggamenn stofnað nýjan her, Ísralesher, eins og segir í fyrirsögn þessar fréttar nú, þ.e. áður en hún verður vonandi löguð síðar.

En það sem ég vildi segja er, að eins lengi og ég man eftir mér hafa Ísraelsmenn myrt eða drepið Palestínumenn á síðum Moggans, sérstaklega í fyrirsögnum. Þá kemur oft: Ísraelsmenn drápu X-marga Palestínumenn, en síðan kemur í fréttinni, að þeir hafi verið vopnaðir og hafi ráðist á varðstöð Ísraelshers eða á hermenn, eða jafnvel á óbreytta borgara. Því er fréttin ekki, að Palestínumenn ráðist á Ísraela, heldur að Ísraelar hafi varið hendur sínar og skotið til baka. Það er auðvitað ólíðandi í þessum PC-heimi okkar.

Og síðan þegar Hamas eða aðrir hópar Palestínumanna sprengja óbreytta borgara eða láta rigna yfir þá flugskeytum, þá látast eða deyja eða láta lífið svo og svo margir Ísraelar, svona eins og þeir hafi dáið úr krabbameini eða af "eðlilegum orsökum."

Síðan er ég hissa á, hversu Mogginn hefur haft lítinn á huga á eldflaugaskotum Palestínumanna frá Gasa. Þær hafa staðið yfir nær linnulaust frá því snemma vetrar, en aðeins komist einstaka sinnum á síður eða á vef Moggans.

Hver ætli ákveði þetta og hvers vegna?


mbl.is Ísralesher drap þrjá Hamasliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Sælir

Já, ég hef séð þessa www.bombislam.com Úff, þessir gaurar eru steindauðir!

Snorri Bergz, 20.5.2007 kl. 11:07

2 identicon

Eg thakka ther Snorri fyrir ad vekja athygli a thessum endalausu, villandi frettaflutningi Morgunbladsins sbr. Israelsmenn drapu tvo palestinumenn. Palestinumenn sperngdu upp veitinagstad i Jerusalem, 17 israelar letu lifid...

Eg held ad almenningur se farin ad taka eftir thessu. Eg for til Sidreot i gair og sa husarustir, eftir stanslausar arasir fra hrydjuverkasamt¢kum a Gaza i fleiri vikur. Tugir sprengjuarasa a hverju degi... Eg hef grun um ad timi se kominn, ad Israel verdi ad fara ad svara fyrir sig..  Thodin er farin ad krefjast thess.

Thvi midur er stjornin her i Israel veik og sundurthykk. Eg a einnig erfitt med ad skilja ad Israel, Jordania, Egyptaland, ef til vill fleiri, sendi mikid af vopnum til Al-Fatah,(a Gaza) i theiri tru ad their geti yfirbugad Hamas. Einn dag munu their geta notad thessi vopn a moti Israel.

Thakka ther Snorri aftur fyrir ad vekja athygli a thessu og janfram nota eg taikifairi til ad thakka Skula Skulasyni fyrir kynningar hans a Managudinum Allah.  Thid eru godir "vardmenn vid mura Jerusalem".

Shalom kvedja fra Jerusalem
Olafur

Olafur Johannsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 15:12

3 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Þess verður nú að geta að yfirleitt er erlendum fréttum snarað yfir á íslensku úr ensku, án þess að blaðamennirnir leggi mikið til, þannig að huglægt matið kemur í þeim tilvikum beint að utan. En vissulega eru ekki margir hérlendis sem sjá málstað Ísraelsmanna þeirra augum og litar það eflaust fréttaskrifin að einhverju leyti. Það að kalla IDF her gæti nú hinsvegar bara verið vanþekking viðkomandi.

Kallaðu mig Komment, 20.5.2007 kl. 18:12

4 Smámynd: Snorri Bergz

Þetta er fáránleg athugasemd Skorrdal...en Komment; IDF er ísraelski herinn, en ekki "ísralesher".

Snorri Bergz, 20.5.2007 kl. 20:20

5 identicon

Kannski ekki algerlega fáránleg athugasemd hjá Skorranum.

Þjóð sem á kjarnorkuvopn, en notar þau ekki til að útrýma öllum aröbum sýnir ábyrgð og aga.

Þjóð sem á sprengivörpur, eða réttara sagt er sífellt að redda sér nýjum vopnum; eldflaugum og fleiru og notar þau við hvert tækifæri er klikkaðslega blóðþyrst og óöguð.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:17

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já og hugsið ykkur ef þeir koma sér upp kjarnorkuvopnum. Hvað er þá til ráða?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2007 kl. 23:38

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

úff... þrátt fyrir fyrirlitningu okkar á öfgakenndum múslimum og hriðjuverkum þeirra þá er þessi síða náttúrulega jafn villimannleg.

"There are only two types of Muslims: terrorists and potential terrorists.

Hvar er netlögga Steingríms J. núna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2007 kl. 23:58

8 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Doh! Ég tók ekki eftir ritvillunni. Samkvæmt hinu opinbera heiti eru IDF nefnilega varnarsveitir. Hér var um í nokkra áratugi tekist á um orðin her og varnarlið, þannig að ég hélt að þú værir að vísa til þess. :-)

Kallaðu mig Komment, 21.5.2007 kl. 01:00

9 Smámynd: Snorri Bergz

Já, maður er orðinn þreyttur á því, hversu óvandvirkir Moggamenn eru orðnir, hafa reyndar verið lengi, en upp á síðkastið hefur þetta versnað mjög.

Og þessir drengir frá borgað fyrir þetta...við hinir höfum þá afsökun, að skrifa frítt, þ.e. okkur sjálfum til "skemmtunar".

Auðvitað geta allir gert mistök, en þegar það er orðin regla að gera stafsetningarvillur, fer maður að minnast á þetta.

Snorri Bergz, 21.5.2007 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband