Sjálfstæðisflokkur og Samfylking bæta við sig fylgi

6maiJæja, þá er lokaspretturinn hafinn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú einu sinni enn með yfir 40% fylgi. Flokkurinn hefur verið stöðugur í um eða yfir 40% nær alla kosningabaráttuna. Spurning hvort stöðugleiki fylgisins sé ekki merki um, að flokkurinn muni amk ekki missa mikið frá þessari tölu þegar talið verður upp úr skoðanakönnuninni 12. maí, þeirri sem öllu máli skiptir.

Samfylkingin er á uppleið og hefur haft nokkurn stíganda eftir að Ingibjörg hætti að nöldra og fór að tala pólítík. Þar hafa ímyndarsérfræðingar Samfó aldeilis skilað sínu. Plottið er rétt hjá þeim núna; beita jákvæðri kosningabaráttu, en ekki bara benda á það sem flokkurinn telur, að aðrir hafi gert rangt og jafnvel ausa auri þá, sem tekið hafa stjórnvaldsaðgerðir.

Steingrimur_JEn meðan Ingibjörg hefur róast, hafa leikar verið að æsast hjá VG. Steingrímur kemur nú fram sem reiður foringi, sem þolir ekki gagnrýni og eys skömmum yfir þá, sem dirfast að spyrja óþægilegra spurninga. Og síðan kom til, að Sóley fór einu sinni of oft í sjónvarpið. Fylgið hefur dalað allar götur síðan.

Framsókn er hrunin. Nú þarf Jón Sigurðsson á kraftaverki að halda. En einhvern veginn held ég að þjóðinn sé tilbúin að kjósa Zero Framsókn hinn 12. maí. Framsókn hefur ekki náð að hrista af sér spillingarstimpilinn. Afleiðingin verður afhroð, ef eitthvað er að marka skoðanakannanirnar.

Frjálslyndir eru komnir með 4 menn inn eins og í síðustu kosningum. Þeir eru á uppleið og gætu alveg eins bætt við sig fimmta manninum. Þá er skyndilega kominn upp sá kostur, að ef Sjálfstæðisflokkurinn fær 27-28 menn, að mynda hægri stjórn í vor, án félagshyggjuflokkanna.

Zero sósíalismi...Zero samvinnuhyggja!

Og grínframboð Ómars þykir greinilega ekki fyndið á landsvísu. EN hvar er þetta 15% fylgi, sem Ómar taldi sig eiga?


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband