Þegar öll sund eru lokuð!

ogmundurHér sit ég venju samkvæmt á kaffi BSÍ og dúlla mér. Hér situr líka annar fastagestur,  gamall kommi að norðan, eldrauður að upplagi. En hann er eins og margir aðrir "kommar", skemmtilegur í samræðum, þó ekki sé maður alltaf sammála honum. Já, þetta er sami maður og líkti Magnúsi Þór við 14-2 ósigurinn gegn Dönum.

Hann sýndi mér áðan plagg nokkurt, sem hann hafði sett saman, þar sem hann kom með tillögur að breyttri skattalöggjöf. Þegar ég spurði hann hverju þetta sætti, sagði hann: "Þegar öll sund eru lokuð, leitar maður á náðir skynseminnar"!

Ójá, þetta plagg er álíka hægrasinnað og það sem Heimdallur hefur lagt fram. Ég var sammála hverju orði þarna. En a.m.k er það rétt, sem gamli komminn sagði, að þegar öll sund eru lokuð, leita menn á náðir skynseminnar og finna hana aðeins hægra megin við miðju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband