"The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing"

Jæja, var að klára að horfa á Hitler: The Rise of Evil. Titill þessa pistils er það fyrsta sem maður sér.

Þetta var meiri háttar áfall. Fyrsta atriðið sem maður sér með Hitler, sem þá var smástrákur, var þegar hann gekk inn í skrifstofuna, þar sem faðir hans hafði áður starfað, og hafði á höfðinu nákvæmlega eins týrólahatt og ég á! Hann sást með svipaðan hatt síðar.

imagesCAS4RTPGEg hafði séð þessa þætti í sjónvarpinu, en ekki fylgst nógu vel með. En þetta var alveg agalegt að horfa á. Hvernig gat þessi menningarþjóð látið svona ganga yfir sig?

LetsPretendEn jæja, nú stefnir allt í, að Evrópa sé á svipaðri leið og þá. Hatur og illska er ekki lengur taboo, það er ekki lengur slæmt að hata og vilja drepa, ef fórnarlambið má missa sig. Jafnvel í Bretlandi virðast hin hefðbundnu fórnarlömb  enn á ný verið valin, til að friða ófriðarseggina, rétt eins og í Munchen 1938. Og þetta er bara enn eitt dæmið. Hið sama er að gerast út um allan heim.

"The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing" (Edmund Burke, 18. öld).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband