Baugur selur Baugi?

bonus-bydur-beturOk, leiðréttið þið mig endilega ef ég hef rangt fyrir mér, en er ekki Baugur stærsti (eða amk stór) hluthafinn í 365? Er þetta ekki bara tilfærsla á fé og skráðri eignaraðild innan sama batterís?

Ef ég man rétt, var rekstur 365 miðla erfiður á síðasta ári og töluvert varð tap á rekstrinum. Getur ekki verið að Baugur sé að redda 365 úr verstu súpunni og styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins?

En það hlýtur að vera bara hið besta mál? Þá þarf t.d. Bónus kannski ekki að auglýsa eins mikið í Fréttablaðinu og áður?

Annars hef ég ekkert vit á svona löguðu og er löngu hættur að skilja hvað er Baugur og hvað eru dótturfyrirtæki eða tengd fyrirtæki.

 


mbl.is Baugur kaupir 17% hlut í Daybreak af 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband