Þegar ég var handtekinn í stríðinu gegn hryðjuverkum: 2. hluti - Í klefanum

Jæja, framhaldssagan frá 1. hlutanum.

Ég var semsagt handtekinn fyrir eitthvað sem ég sagði ekki, og gerði ekki. Ég var grunaður um að vera hryðjuverkamaður.

klefi1Flugvallarlöggann færði mig niður í fangageymslu flugvallarins. Ég gekk þar inn á sokkunum, óþægilegt eins og það var. Flugvallarlöggan lét mig taka allt úr vösunum og tæma tölvutöskuna. Ég var síðan settur inn í lítinn og andstyggilegan fangaklefa. Hér skyldi ég bíða, uns FBI gaurar kæmu að yfirheyra mig.

Fangaklefinn var c.a. 6 fermetrar. Yfir miðju gólfinu var hálfur-veggur, og að baki hans klósett, án setu. Ekkert handklæði, enginn salernispappír.

Til hliðar var blikkrúm, engin dýna, engar ábreiður. Ekkert.

klefi2Ekkert annað var þarna inni. Og enginn gluggi til að glápa út um.

Maður var semsagt kominn í fangelsi á Flintstone tímanum, áður en menn fundu upp dýnu, salernispappír og handklæði.

Það var liðið á kvöld og þetta hafði verið langur dagur. Ég lagðist dauðþreyttur á blikkið og notaði jakkann sem kodda. Við dyrnar var löggan. Ég skildi sem sagt ekki sleppa út. Þegar ég var við það að sofna, barði hann í rimlana og spurði mig um hæð. Ég sagði honum það, og hann öskraði á mig.

"Ertu hálfviti". Hann skildi semsagt ekki hvað 1,78 mtr. var hátt. Hann vildi fá þetta í einhverri amerískri útgáfu. Ég kunni þá útgáfu ekki og varð hann næsta reiður. En jæja, hann cirkaði þetta út og skrifaði á blað.

Ég var næstum sofnaður aftur, þegar löggan lamdi aftur á rimlana. Nú vildi hann fá að vita hvað ég væri þungur. Sama sagan endurtók sig þar. Hann skildi ekki hvað kílógramm var mikið og vildi fá etta í einhverjum amerískum útgáfum. Replay!

Mér var mál að fara á klósettið, en ákvað að halda í mér. Reyndi þó að vekja athygli varðarins á, að það vanti salernispappír. Hann svaraði mér engu. Ég reyndi því að sofna aftur. En vörðurinn lamdi í rimlana.

Ég átti semsagt ekki að fá að sofna. En þetta skiptið spurði hann engra heimskulegra spurninga. Hann reyndi ekki lengur að þykjast. Þetta hefur víst verið hluti af dæminu. Ég skildi ekki fá að sofna fyrr en FBI hefði yfirheyrt mig.

En síðan náði ég að dotta aðeins, að ég held. En þá var aftur barið í rimlana. Að þessu sinni átti ég að koma til yfirheyrslu. FBI var mætt á staðinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þessa sögu hefðir þú getað selt í metsölubók. Þú selur þetta ódýrt hér á Mbl. blogginu. Hélt þú værir bissnessmaður.

Anski hafa þeir nú verið hræddir við þig, fyrst þeir gátu ekki vegið þig og mælt.

Þegar ég vann á Helfararstofnun Dana, sem nú er að mestu komin undir græna torfu, vegna þess að Danir eru svo gríðarstoltir yfir því sem þeir gerðu í stríðinu, vann þar ung stúdína, sem nam sögu við Hafnarháskóla. Hún brá sér yfir álana og lenti í svipuðu og þú. Henni varð á að segja eitthvað, sem ég man ekki hvað var, og henni var nánast nauðgað á Kennedy af lesbískum lögreglukonum sem leituðu m.a. upp í leggöng hennar í leit að meintum sönnunargögnum um terrorisma. Hún var ávallt hress og kát í vinnunni, en þegar hún kom aftur til vinnu frá þessari reynslu í BNA var hún niðurbrotin manneskja.

Ég held nú að vandamál vandarískra yfirvalda sé að vera of alhæfandi varðandi hættuna á hryðjuverkum. Danska stúdínan og þú eruð ekki beint bestu dæmin um hugsanlega hryðjuverkamenn. Stundum verður að stafa fyrir mönnum hvaðan hættan kemur. ...... Sumir vilja ekki heyra það, og greinilega starfar fólk á bandarískum flugvöllum sem er langt undir meðalgreind.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.3.2007 kl. 15:09

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sælir Villi

Já, maske! En ég hef helst ekki viljað ræða um þetta. Punktur.

Ég var lengi að ná mér eftir þetta, og er þó ýmsu vanur.

Snorri Bergz, 19.3.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband