Koma svo strákar!

Áfram Ísland.

En það verður að viðurkennast, að íslensk ungmenni eiga lítið í skandinavíska félaga sína, því miður. Þegar ég var á þessum aldri vorum við Íslendingar yfirleitt efstir í heildarsummunni og unnum amk 2-3 flokka. Nú er óvíst að við náum gulli.

Mín skoðun er, að skákþjálfun íslenskra ungmenna hafi brugðist, mörg undanfarin ár, eða e.t.v. alveg frá því um 1990, þegar ég hætti taflmennsku, í bili amk. Þá voru efnilegir unglingar að koma upp. Nú er þeir fáir. En óþarfi að gefast upp. Við þurfum bara meiri metnað, í stað þessarar möppetvæðingar, sem hér hefur ríkt síðasta áratuginn eða svo.


mbl.is Dagur og Hjörvar í 2.-3. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

  Já, Snorri, það þarf bara að keyra áfram og efla skákkennslu barna og unglinga af krafti.

Karl Gauti Hjaltason, 18.2.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, en það þarf meira til, því allt svona byrjar á toppnum. Kannski SÍ gæti betur staðið að svona hlutum, ef það væri betri mæting stjórnarmanna!

Snorri Bergz, 18.2.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband