Óttar Felix!

ottar_felixAlveg er það magnað, sem Óttar Felix Hauksson, formaður vor TR-inga, er að gera í Kína undir merkjum fyrirtækisins Zonet.

Ég hef aðeins fengið að fylgjast með þessu úr fjarlægð á síðustu misserum og undrast. Fyrst var það Robertino, síðan Jazzið með tveimur af okkar mestu snillingum á því sviði, síðan KK og Maggi Eiríks, sem munu syngja á íslensku á þeirri plötu, sem gefin verður út í Kína.

Já, Óttar er svo sannarlega stórhuga, eins og tveir aðrir gamlir félagar mínir úr skákinni, villingarnir tveir í 12 tónum. Óttar teygir sig þó lengra, eða alla leið til lands drekans (þetta nafn er við hæfi, þegar skákmenn eiga í hlut) hinir láta sér nægja að gera garðinn frægan í Köben (sbr. frétt á mbl.is í gær).

Óttar er einn af þessum mönnum, sem er hverjum manni heiður að þekkja. Gull af manni. Óska ég honum hjartanlega til hamingju með þennan árangur og vona, að tjaldhælarnir nái enn frekar að þenjast út þarna í austurvegi.


mbl.is Kínverska ríkið gefur plötuna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband