Opið bréf til frambjóðenda VG

Jæja, nú var Björn Ingi að ræða, að þið séuð óhæf til stjórnarsetu, a.m.k. í sveitastjórnum. Þegar aðrir flokkar vilji á annað borð starfa með ykkur, tapið þið fylgi á báðar hendur, og allt fer í klúður. En yfirleitt vilja þeir frekar starfa með Framsókn, þrátt fyrir að standa fast á sínu, t.d. í Rvk, þar sem Bingi sjálfur hefur náð að hrifsa til sín og flokksins mun meiri völd en eðlilegt mætti teljast miðað við kjörfylgi.

Það væri reyndar aðeins í Mosó, að VG standi sig. Og þá með því að gangast undir stórfelld umhverfisspjöll í slagtogi með stóra flokknum í bæjarstjórn. Ergo: VG selur hugsjónir sínar fyrir valdastóla. Það geri Framsókn ekki, eins og reynsla undanfarinna 12 ára sýni og þetta tæpa ár í borgarstjórn. En VG selji sig fyrir súpuskál, eins og Esaú forðum.

Hafi Bingi rétt fyrir sér, hvernig væri þá að mæta heim til Geirs Haarde með nokkra Knorr súpupakka og stofna súpubandalagið? Gæti það ekki gengið ágætlega næstu árin, ekki síst ef VG væri tilbúið að fylgja þessu ágæta fordæmi, sem fulltrúi flokksins setti í Mosfellsbæ? Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég er þegar búinn að svara Binga á síðunni hans. En síðan hvenær hefur hann annars haft rétt fyrir sér? Fullkominn brandari. Annars líst mér ekki vel á eitthvert súpugutl með Geir Haarde. Samfó og Vinstri græn eiga að mynda stjórn saman að loknum kosningum. Það væri það skásta. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 31.1.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sælir. Já, ég skrifaði þetta nú aðallega af prakkaraskap, eins og sumt annað. En mér sýnist þó, að VG og Samfó nái ekki meiri hluta í vor. Hvort væri skárra, súpubandalagið eða áframhaldandi sauðfjárbandalag? Kveðjur héðan úr útsýninu yfir Esjuna.

Snorri Bergz, 31.1.2007 kl. 14:49

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hef aldrei skilið þessa vinstri-róttækni hjá Vinstri-grænum.
Hugsa til þess með hryllingi ef þeir komast til áhrifa í landsstjórninni. Klukkunni
verður snúið aftur, og tímabil stöðnunar og kreppu mun halda innreið sína.
Þessir 30-40 milljarðar í ríkissjóð frá bönkunum núna hefðu ALDREI komið til ef
Vinstri-grænir hefðu mátt ráða svo dæmi sé tekið. Og þá er bara verið að tala
um þetta ár, gæti orðið mun stærri fjárhæðir á næstu árum.  Þannig að það
yrði stórt pólitískt slyst ef vinstra-afturhaldið kæmist til valda í vor.


Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.1.2007 kl. 17:18

4 Smámynd: Gunnar Björnsson

Nokkuð sérstakt að halda því fram að Framsókn selji ekki hugsjónir fyrir völd.

Gunnar Björnsson, 31.1.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband