Sameinuð Norðurlönd?

Merkilegt kvót þarna hjá Svíanum: "Wetterberg segir að þetta sé alls ekki óraunhæfar hugmyndir vegna þess að heldur hafi dregið úr sænska hrokanum á síðustu áratugum."

Æ, þetta má vera, en slíkur var hrokinn að jafnvel þó heldur hafi "dregið" þar úr, er þetta enn óraunhæfur kostur. þar að auki eru þrjú ríki þarna hlutar af fjölþjóðlegu veldi og losna tæplega þaðan í bráð.

Mig minnir að Gunnar Gunnarsson skáld hafi haft áhuga á að stofna svona ríki. En það var jafn ómögulegt þá og nú. Og þar fyrir utan viljum við Íslendignar varla fá konungsvaldið yfir okkur aftur...jafnvel þó eigi í hlut hin ágæta Margrét Þórhildur (sem verður hvort sem er hætt ef/þegar eitthvað svona kemst á laggirnar).

Ég held því að þetta sé bara bull og skil ekkert í Mogganum að birta þess frétt, því só vatt þó einhver sænskur nobody komi fram með svona bullumsull.


mbl.is Vill stofna norrænt ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

bull ?

Jón Snæbjörnsson, 27.10.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, bull, hvernig á t.d. að sameina Norðurlönd í eitt ríki þegar þrjú þeirra eru í ESB, eitt þeirra með evruna, etc, etc.

 Þetta er algjörlega fjarstæðukennt.

Snorri Bergz, 27.10.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband