Ótrúlegt kvöld

TRMikið gekk á. Við TRingar a-sveit lentum í vandræðum. Við misstum tvo menn út, tvo stórmeistara reyndar; þá Friðrik Ólafsson og Þröst Þórhallsson.Í stað þeirra komum við Dagur Arngrímsson, tilvonandi alþjóðlegur meistari.


Ekki leit þetta vel út. Ég fékk reyndar fína stöðu og vann peð, og síðan skákina nokkuð auðveldlega. En stöðurnar á öðrum borðum voru ekki uppörvandi. Þegar þetta var hálfnað leit allt út fyrir sigur Hauka amk 5-3. Ekki bætti úr skák þegar Jón Viktor Gunnarsson reyndi að svíða steindautt jafntefli gegn Ágústi Sindra og tapaði. En undrin gerðust. Arnar Gunnarsson sneri á sinn andstæðing glæsilega og vann, Dagur Arngrímsson vann, en mótherji hans lék illilega af sér og tapaði. Hannes Hlífar hafði ekki fengið neitt sérstakt úr stöðunni og vonaðist ég eftir jafntefli. EN þá fórnaði hann skiptamun og vann glæsilega. Nataf hafði samið með svörtu, en stöðurnar voru erfiðar, jafnvel tapaðar hjá bæði Stefáni Kristjánssyni og Luis Galego. Stefán hafði fengið nánast tapað úr byrjuninni, en hann varðist vel, þó tíminn væri naumur. Hann átti um tíma eftir 17 mínútur á skákina, en mótherji hans 1,15 klukkustund. Svo fór að lokum að Stefán varðist eins og berserkur og skyndilega var mótherji hans kominn í tímahrak, gleymdi sér og féll á tíma. Galego tapaði.

Niðurstaðan 5,5 - 2,5 fyrir TR. Glæsileg úrslit, amk miðað við stöðurnar á borðinu.


b-lið Hellis sigraði síðan Fjölni sem skartaði Héðni Steingrímssyni og fjórum erlendum keppendum. B-lið Hellis var reyndar mjög öflugt, en þetta var glæsilega gert.

Og Stefán Bergsson (S. Bergsson yngri) sigraði egypskan stórmeistara fyrir b-lið Akureyrar. Glæsilegt. Og af þeim sökum hefur TR 2 vinninga forskot á Helli þegar 2 umferðir eru eftir. Og núna á eftir fær TR a SA b og ætti að vinna stórt, sömuleiðis helstu keppinautarnir í Helli, en þeir fá veikt lið Eyjamanna.

En þetta er orðið spennandi. Áfram T.R.


mbl.is TR með tveggja vinninga forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband