Ný skoðanakönnun

Jæja, þá. Sjálfstæðisflokkur með 41%, Samfylkingin með 31%, VG með sama fylgi og venjulega, þetta 15%, Framsókn komið í 7,6% og Frjálslyndir með 4%.

Stjórnin semsagt með vel yfir tvo þriðju hluta fylgis, og VG eina marktæka stjórnarandstöðuaflið. Framsókn virðist ekki hafa hljómgrunn í samfélaginu og líður fyrir innri átök.

Þessi könnun held ég að sá bara nokkuð vísandi fyrir raunverulegt fylgi flokkana. Sjallar eru um 35-40% flokkur, Samfó um 25-30%, VG 15-20%, Framsókn 5-10, og Frjálslyndir með um 5-10%.


En Guðni getur ekki verið ánægður núna!


mbl.is Sögulegt lágmark Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Guðni er alltaf ánægður.... hefurðu ekki lesið Pollyönnu

Jón Ingi Cæsarsson, 1.2.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe.

Snorri Bergz, 1.2.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband