Sorglegt

Ég get aldrei samþykkt svona. En skv. amk kristinni trú er lífið heilagt. Það ætti að vega þyngra en einhver "sérskilningur" Vottanna á bloðdæminu. Lífið er í blóðinu, skv. 3. Mósebók, en ef lífið fjarar út við að þiggja ekki blóð, er eitthvað skrítið við þennan sérskilning Vottanna.


Og þar að auki er sérskilningur Votta mjög útbreiddur, enda hafa þeir öðruvísi Biblíuþýðingu en aðrir, þ.e. í þýðingu, sem þeir sjálfur hafa látið gera eða gerðu, er önnur merking á ýmsum stöðum og samræmist sú merking betur þeim sérskilningi, sem Vottarnir hafa á ýmsum málum.


En þannig er t.d. auðveldara að samsemja hæpnar guðfræðikenningar. Í stað þess að breyta kenningum, sem eru hæpnar eða e.t.v. rangar, er auðveldara að breyta bara Biblíunni, eins og Vottarnir hafa (að mér skilst) gert...og nú síðast íslenska þjóðkirkjan, að því að sumir segja a.m.k.


En þetta blóðmál Vottanna er sorglegt.  Ég veit ekki hverra vottar þeir eru, en ég get ómögulega séð að þar eigi í hlut Jehovah Biblíunnar, amk ekki sá sem boðaður var í orginal útgáfunum, eða þeim mest orginal sem við höfum.

Sigurbjörn biskup sagði í den, í riti sínu um Vottana, að þeir gætu ekki talist til kristinna kirkjudeilda. Ég get ekki annað en tekið undir með frænda. Hann veit sínu viti.


mbl.is Þáði ekki blóð og lést af barnsförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Ráðgjöfin í Gamla Testamentinu varðandi heilsu og þar á meðal blóð hefði getað bjargað þúsundum lífa en farið hefði verið eftir þeim. Aftur á móti er þessi afstaða sem Vottarnir nota að mínu mati ekki Biblíuleg og þeir eru að uppskera eftir því.

Mofi, 5.11.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Snorri minn. Annars var ég að blogga um þetta líka.  :) Gerði smá úttekt  á þessari villutrú.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.11.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband