Leiðinlegt mál

imagesCA6V0N28Þetta mál er leiðinlegt, þegar það er skoðað í heild sinni.

Jóhannes í Bónus ákvað skyndilega að fækka enn frekar þeim, sem hafa haft samúð með málstað hans í Baugsmálinu. Tilgangurinn helgaði meðalið, eða sá, að fá kjósendur Sjálfstæðisflokksins í RS til að strika yfir Björn Bjarnason

Björn fékk tiltölulega margar útrikanir, eða um 20%, og færðist niður um sæti. En Jóhannes beið enn verri skaða, þar eð hér eftir munu enn færri en áður taka mark á honum, þegar hann talar um ofsóknir á hendur Baugi.

Björn svarar hér fyrir sig. Þótt ég sé í sjálfu sér sammála honum tel ég, að hann hefur betur átt að láta kjurrt liggja og svara engu. Svona ófrægingarherferð á ekki skilið andsvar. Þarmeð hefur hann gefið Baugsmönnum færi á, að halda stríðinu áfram og það á hans landsvæði.

En best væri fyrir alla aðila, ef Björn myndi nú kæra Jóhannes í Bónus fyrir ærumeiðingar. Þá yrði Jóhannes að færa sönnur á, að Björn Bjarnason persónulega og Sjálfstæðisflokkurinn, hefðu haft óeðlileg afskipti af Baugsmálinu, t.d. hrint því af stað, eins og oft hefur verið haldið fram. Þá myndu amk þessar endalausu dylgjur, sem einkum kratarnir hafa haft í frammi, leggjast, eða verða staðreyndir málsins, hafi Jóhannes á réttu að standa.

En hvorki Björn né Jóhannes græða á því að halda málinu áfram með þessum hætti og enn síður Hreinn Loftsson, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag.


mbl.is Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lestu bloggið mitt um Hrein.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband