Dæmum þá til hæstu refsingar!

Refsingin: að þurfa að horfa á alla þætti Svínasúpunnar, Strákanna og Stelpnanna. Verri refsingu geta þessir drengir varla fengið.

En þótt sumum finnist lögin asnaleg, eru þetta gildandi lög í landinu og eftir þeim verður að fara.


mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Hver skyldi vera hin upprunalega mynd þjóðsöngsins?  Er það einsöngur með undirleik eða er það án undirleiks eða er það kórsöngur með eða án undirleiks? Er Jóhann Friðgeir að brjóta lög þegar hann syngur án undirleiks á landsleikjum inni í Laugadal? Eru kóraútseningar ólöglegar? Hvort komá undan lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar eða sálmur Mattíasar Jochumsonar? Hvar er þessi upprunalega útsetning (upprunalega mynd) sem styðjast á við í opinberum flutningi? 

Óttar Felix Hauksson, 26.3.2007 kl. 14:16

2 identicon

Þjóðfélagsþegnar mega ekki hugsa sem svo að "þetta eru gildandi lög í landinu og ég verð að fara eftir þeim" ef það stangast á móti sannfæriskennd þeirra og annarra. Lögin í okkar landi eru breytileg. Ef til vill getur þetta mál reynst prófsteinn á lögin eða almenningur sent skilaboð um að þeir vilji fá þeim breytt.

Kristján Hrannar (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 14:28

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Báðar opinberu útgáfurnar eru fjórraddaðar.

Þannig er http://helgafell.rhi.hi.is/lofsongur.mid lögleg útsetning, en einsöngur ekki ...

Elías Halldór Ágústsson, 26.3.2007 kl. 15:21

4 Smámynd: Snorri Bergz

"Þjóðfélagsþegnar mega ekki hugsa sem svo að "þetta eru gildandi lög í landinu og ég verð að fara eftir þeim" ef það stangast á móti sannfæriskennd þeirra og annarra. "

Jú. Lög eru lög, meðan þau eru í gildi. Segjum t.d. að mér sé misboðið með skattakerfinu. Á ´g þá að neita að borga skatta?

Við getum ekki tekið það upp hjá sjálfum okkur að velja úr lög sem við erum ekki sammála og hætta að fara eftir þeim.

Snorri Bergz, 26.3.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Jú, reyndar. Ef það væru lög í landinu að það væri skylda að t.d. útrýma öllum gyðingum, þá ert þú í rauninni að brjóta lög með því að fylgja þeim lögum.

Við Nürnbergréttarhöldin voru náttúruréttarhugsjónir hafðar sem refsiheimildir. Við My Lai réttarhöldin var svipað uppi á teningnum. Fólk var sakfellt fyrir að hafa beinlínis fylgt landslögum í blindni.

Elías Halldór Ágústsson, 26.3.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband