Játningar í Guantanamo

Allt í lagi. Vel má vera, að maður þessi sé í raun sekur um það, sem hér kemur fram. Það má vel vera, að játningar hans séu sannar.

klefi2En samkvæmt persónulegri reynslu þá hef ég á tilfinningunni, að maður þessi hefði verið tilbúinn að játa á sig morðið á Lincoln, bara til að fá að fara aftur í klefann sinn, sem þó hefur varla verið upp á marga fiska.


mbl.is Játar árásir á bandarískt herskip og sendiráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þarna held ég að þú hafir hitt naglann á höfuðið.  Fólk játar á sig helförina eftir einhvern tíma í vörslu ákveðinna yfirvalda hm...

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 16:14

2 identicon

Já maður tekur nú ekki játningar þaðan mjög trúanlegar.

Maður er nú ekki búin að hiera góðar sögur af því sem gengur á þar því miður.

Dóra (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 16:23

3 Smámynd: Snorri Bergz

Amm, það tók nú bara þrjá tíma að fá mig til að skrifa um skýrslu, sem ég hafði ekki lesið og vissi að var röng í aðalatriðum. Og ég var ekki einu sinni barinn!

Snorri Bergz, 19.3.2007 kl. 16:28

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll aftur Snorri, ég fylgist spenntur með sögu þinni úr prísundinni í BNA. 

Ég játaði líka nýlega árásir á herskip http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/137376/, en sendiráð og háhýsi eru hins vegar ekki mín sérgrein. 

Munurinn á "ekta" terroristum og þeim meintu er, að þeir ekta eru mjög fámæltir um afref sín og eru sumir jafnvel ekki til frásögu færir, þar sem þeir eru búnir að sprengja sig í spað. Það er sönnun þess að þú ert ekki terroristi. Þú gjammar of mikið. 

En hvernig er nú hægt að bæta slæmt ástandið milli þín og BNA. Getur ekki einhver í Sjálfstæðisflokknum hringt í CIA eða FBI og beðið þá um að fjarlægja þig af listum sínum? Hefur þú látið reyna á hvort þú ert velkominn í BNA? Því miður gamli vinur, get ég ekki veitt þér stuðning með mína "sakaskrá".

En eitt er víst, að ef þeir hefðu sent þig í Guantanamóann, þá hefði ég hafið alþjóðlega undirskriftasöfnun til að fá þig út og jafnvel framið hroðaverk til að undirstrika alvöru mína.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.3.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband