Forsætisráðherrann svarar Jóhönnu

Jæja, betra er seint en aldrei. Eða kannski. Mér skilst að svarið hafi borist 77 dögum eftir að það var sent. Annað hvort er póstþjónustan í ESB svona slæm, eða þá að hinn hollenski kollegi er ekki alveg með mannasiðina á hreinu. Hvað var svona erfitt við að svara, eða hringja?

Þetta er ekki "bara enn eitt erindið", heldur mjög mikilvægt erindi sem snýr af samskiptum þjóða, hagsmunum þeirra og þetta "blessaða" IceSave. En í öllu falli virðast Hollendingar ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við Jóhönnu... þetta er frekar ömurleg framkoma.

En ég fyrir mitt leyti legg til að Jóhanna neiti að ræða við manninn frekar fyrr en Robin van Persie er byrjaður að spila fótbolta aftur, eftir meiðslin sem hann hlaut í leik með Hollandi.


mbl.is Svarbréf Balkenende til Jóhönnu birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Einmitt sama sem ég tók eftir. Forsætisráðherra Hollands svarar bréfi Jóhönnu rúmum tveimur mánuðum eftir að hún skrifaði honum. Mætti halda að við lifðum á 18. eða 19. öld.

Mbl.is frétt:"Balkenende sendir svarbréfið þann 12. nóvember sl. en Jóhanna sendi bréf til hans þann 28. ágúst sl. vegna Icesave-málsins."

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband