Tugmilljarða afskriftir hjá Högum?

Ef Kaupþing, ríkisbanki, ætlar að afskrifa tugi milljarðar hjá Högum, félagi útrásarvíkinga sem skilja þegar eftir sig margra milljarða skuldaslóð í Baugi, býst ég við að flestar rjúpna- og hreindýraskyttur landsins mæti með rifflana og hér verði vopnuð bylting. Slíkt rugl yrði meira en þjóðin gæti með nokkru móti þolað.

Ef Hagar eiga ekki fyrir skuldum og mun ekki ná að greiða úr málum sínum, á bankinn bara að taka fyrirtækið yfir og senda liðið út til Tortolu, þar sem það getur lifað góðu lífi á næstu áratugum fyrir féð sem stungið var undan... ef ekki verður hægt að góma það líka.

Fjöldi fólks hefur misst allt...af hverju skyldi það sama ekki eiga við um Bónusfjölskylduna?

En auðvitað grunar manni að Baugsfylkingin muni sjá um helstu styrktaraðila sína og gefa þeim nokkra milljarða.

 

baugsfylkingin


mbl.is Tugmilljarða afskriftir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Niður með samfylkinguna.

Sigurður Haraldsson, 3.11.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband